Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 51
BLÍÐAN í AUGUM HENNAR myndir af lifandi fólki sem var að því komið að deyja úr hungri, þegar því var bjargað. Og allt var það söguleg þróun, sögðum við, hástig auð- valdsins, imperíalisminn, sem alþýðu heimsins hafði tekist að sigrast á með Sovétríkin í broddi fylkingar. Og dauði föður míns, hægfara dauði úr hungri eða krabbameini, söguleg nauðsyn? Nei, þannig mátti ekki hugsa. Einstaklingurinn skipti ekki máli í framvindu sögunnar, heldur fjöldinn. Vinir mínir sendu mér bréf frá Svíþjóð og Danmörku. Þeir voru hamingjusamir og fullir af bjartsýni á framtíð hins nýlega frjálsa heims, listina, bókmenntirnar, vísindin, sósíalismann, bræðralag alls mannkyns, og þeir höfðu farið á kenndirí með upprennandi snilling- um í bókmenntum og málaralist. Þetta var tími frelsisins. En um leið var það tími haustsins sem er svo fagurt í Reykjavík, þeg- ar milt rökkrið færist yfir Austurstræti og Tjörnina og hlýleg ljós kvikna í húsunum. En á þeim árum voru göturnar í miðbæ Reykjavík- ur fullar af lífi, fullar af gangandi, friðsælu fólki. Og þó gat ég ekki trú- að á fegurð haustsins, því sú fegurð hverfur og við tekur kaldur vetur með hríðarbyljum, tákn raunveruleikans á íslandi. Það var eitt kvöld að ég kom heim frá því að leika fýrir dansi og var þreyttur, svo ég fór beina leið inn í herbergið mitt, en ég var ekki fýrr kominn inn fýrir þröskuldinn en móðir mín kom í dyragættina og var grátandi. Hún sagðist halda að faðir minn væri að deyja og bað mig að koma með sér inn til hans. Ég fór með henni inn í herbergið, þar sem faðir minn lá, og ég sá að hann gat ekki átt langt eftir. Hann var meðvitundarlaus, en það fóru kippir um andlit hans. Ég stóð lengst af við fótagaflinn á rúminu hans og fýlgdist með and- ardrætti hans, en öðru hverju hvarflaði ég augunum að glugganum á bak við rúmið og þó að vísu til hliðar við það, og þá var einsog ég sæi fýrir mér lyftudyr opnast og ég sá stúlkuna í lyftunni, hjúkrunarkon- una (var hún annars nokkur hjúkrunarkona?) sem var svo falleg og horfði svo hlýlega á mig, þegar ég var að sækja föður minn á spítalann, og ég sá hana fara út úr lyft unni, sá fallega bogadregna kálfa hennar, og ég flýtti mér að líta frá glugganum á föður minn, en móðir mín kom öðru hverju til mín og sagði eitt orð eða tvö og var á rölti um herbergið og út úr því og inn í það aftur. TMM 1999:2 www.mm.is 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.