Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 74
SIGURÐUR A. MAGNÚSSObl
Eftirað Hemingway hafði dvalist með skæruliðunum í fjöllunum settist
hann um kyrrt í Madrid í nálega tvö ár meðan stóð á umsátrinu um borgina.
Hann hélt áfram að senda fréttir frá eldlínunni. Sprengikúlur stórskotaliðs-
ins flugu alltumkring þegar hann gekk um göturnar. Eitt kvöld lentu þrjár
þeirra á hóteli hans og hann slapp naumlega lifandi. Hér sá hann meira af
hörmungum nútímastyrjaldar en nokkurntíma fyrr. Hann sá hungur, vos-
búð og sjúkdóma draga allan þrótt úr fólkinu og lýðveldishernum og dauð-
ann koma ofanúr skýjunum með þýskum stórskotaliðskúlum og
sprengj uflugvélum.
Umsátrið, sem hernaðarsérfræðingar um heim allan höfðu búist við að
taka mundi nokkrar vikur, stóð í tæp tvö ár, en þá var mótstöðuþrekið þorr-
ið. Fasistar Francos óðu yfír Spán og Hemingway leitaði yfir Pýreneafjöll
ásamt öðrum flóttamönnum og fann hæli í Frakklandi. Fyrir spænsku
lýðveldissinnana var leiknum lokið, en fyrir Hemingway var stríðið forleikur
enn stærri ævintýra.
Árið 1927 gekk Hemingway að eiga rithöfundinn Pauline Pfeiffer sem
starfaði við tímaritið Vogue, en hjónabandið fór útum þúfur. Árið 1940
kvæntist hann enn, í þetta sinn rithöfundinum Mörthu Gellhorn, og þau
fóru saman til Kína að fylgjast með stríðinu við Japani. Komst hann þar í
kynni við aðfarir þriðja möndulveldisins, Japana, og hraus hugur við því sem
hann varð vitni að.
Einsog ýmsir þeir sem eytt höfðu mörgum árum ævinnar á styrjaldar-
svæðum heimsins vissi Hemingway, að fyrr eða síðar mundu Bandaríkja-
menn skerast í leikinn, taka afstöðu í baráttunni sem fór síharðnandi um
heim allan. Þegar að því kom var hann viðbúinn. Og í þessari styjöld, þeirri
skæðustu sem hann hafði lifað, átti fyrir honum að liggja að láta til sín taka á
landi, í lofti og á legi. Er sú saga öll hin ævintýralegasta, en hér er ekki rúm til
að rekja hana ffekar. Þess skal einungis getið að ýmis frægustu affek sín vann
hann í seinni heimsstyrjöld, þó opinberlega væri hann ekki hermaður, held-
ur fféttaritari.
Skáldsagan The Old Man and the Sea (1952) fjallar um fiskveiðaþáttinn í
lífí Hemingways. Death in the Afternoon (1932) fjallar um líf nautabanans
sem hann var nákunnugur. The Snows ofKilimanjaro (1943) og Green Hills of
Africa (1945) ásamt síðasta verki Hemingways, True at First Light, sem kem-
ur út í fyrsta sinn á hausti komanda, fjalla um líf veiðimannsins í Affíku.
Hemingway var við veiðar í Affíku þegar hann bjargaðist úr flugslysi árið
1954 með nálega yfirnáttúrlegum hætti. Þá var þegar búið að kunngera
dauða hans og hann fékk fágætt tækifæri til að lesa eftirmæli um sjálfan sig!
Flugslysin voru reyndar tvö í það skiptið, en hann komst lífs af úr þeim báð-
um. Tvívegis lenti hann í voveiflegum bílslysum en varð ekki meint.
72
ww w. m m. ís
TMM 1999:2