Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 74
SIGURÐUR A. MAGNÚSSObl Eftirað Hemingway hafði dvalist með skæruliðunum í fjöllunum settist hann um kyrrt í Madrid í nálega tvö ár meðan stóð á umsátrinu um borgina. Hann hélt áfram að senda fréttir frá eldlínunni. Sprengikúlur stórskotaliðs- ins flugu alltumkring þegar hann gekk um göturnar. Eitt kvöld lentu þrjár þeirra á hóteli hans og hann slapp naumlega lifandi. Hér sá hann meira af hörmungum nútímastyrjaldar en nokkurntíma fyrr. Hann sá hungur, vos- búð og sjúkdóma draga allan þrótt úr fólkinu og lýðveldishernum og dauð- ann koma ofanúr skýjunum með þýskum stórskotaliðskúlum og sprengj uflugvélum. Umsátrið, sem hernaðarsérfræðingar um heim allan höfðu búist við að taka mundi nokkrar vikur, stóð í tæp tvö ár, en þá var mótstöðuþrekið þorr- ið. Fasistar Francos óðu yfír Spán og Hemingway leitaði yfir Pýreneafjöll ásamt öðrum flóttamönnum og fann hæli í Frakklandi. Fyrir spænsku lýðveldissinnana var leiknum lokið, en fyrir Hemingway var stríðið forleikur enn stærri ævintýra. Árið 1927 gekk Hemingway að eiga rithöfundinn Pauline Pfeiffer sem starfaði við tímaritið Vogue, en hjónabandið fór útum þúfur. Árið 1940 kvæntist hann enn, í þetta sinn rithöfundinum Mörthu Gellhorn, og þau fóru saman til Kína að fylgjast með stríðinu við Japani. Komst hann þar í kynni við aðfarir þriðja möndulveldisins, Japana, og hraus hugur við því sem hann varð vitni að. Einsog ýmsir þeir sem eytt höfðu mörgum árum ævinnar á styrjaldar- svæðum heimsins vissi Hemingway, að fyrr eða síðar mundu Bandaríkja- menn skerast í leikinn, taka afstöðu í baráttunni sem fór síharðnandi um heim allan. Þegar að því kom var hann viðbúinn. Og í þessari styjöld, þeirri skæðustu sem hann hafði lifað, átti fyrir honum að liggja að láta til sín taka á landi, í lofti og á legi. Er sú saga öll hin ævintýralegasta, en hér er ekki rúm til að rekja hana ffekar. Þess skal einungis getið að ýmis frægustu affek sín vann hann í seinni heimsstyrjöld, þó opinberlega væri hann ekki hermaður, held- ur fféttaritari. Skáldsagan The Old Man and the Sea (1952) fjallar um fiskveiðaþáttinn í lífí Hemingways. Death in the Afternoon (1932) fjallar um líf nautabanans sem hann var nákunnugur. The Snows ofKilimanjaro (1943) og Green Hills of Africa (1945) ásamt síðasta verki Hemingways, True at First Light, sem kem- ur út í fyrsta sinn á hausti komanda, fjalla um líf veiðimannsins í Affíku. Hemingway var við veiðar í Affíku þegar hann bjargaðist úr flugslysi árið 1954 með nálega yfirnáttúrlegum hætti. Þá var þegar búið að kunngera dauða hans og hann fékk fágætt tækifæri til að lesa eftirmæli um sjálfan sig! Flugslysin voru reyndar tvö í það skiptið, en hann komst lífs af úr þeim báð- um. Tvívegis lenti hann í voveiflegum bílslysum en varð ekki meint. 72 ww w. m m. ís TMM 1999:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.