Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 76
SIGURÐUR A. MAGNÚSSON setur hana þarsem hún er ekki algerlega nauðsynleg og ómissandi, þá er hann að skemma verkið af sjálfselsku.“ Fráþví Hemingway byrjaði að skrifa uppúr tvítugu gekk hann með minn- isbók og var síhripandi hjá sér hugmyndir, sem hann vann úr þegar heim kom. Þar kom að hann var búinn að semja átján smásögur, drög að fyrstu skáldsögunni og slatta af ljóðum. Hann var við skyldustörf á friðarráðstefh- unni í Lausanne síðla árs 1922 og Hadley kona hans tók sig upp ffá París til að vera hjá honum um jólin. Hafði hún meðferðis í lítilli ferðatösku öll handrit hans í vændum þess að hann fengi tóm til að vinna að þeim. Hún tók sér leigubíl til Gare de Lyon og fékk burðarmann til að fara með farangurinn í lestarklefann. Þá stuttu stund sem hún hafði augun af pjönkunum var litlu ferðatöskunni stolið og sást ekki framar. Þarmeð hurfu öll bókmenntaskrif Hemingways nema smásögurnar „Up in Michigan" og „My Old Man“. Þetta óhapp hafði mikil áhrif á þau hjónin bæði og Hemingway fékk aldrei gleymt því, en hann lét það ekki hnika ásetningi sínum. Alltfrá barnæsku hafði hann vanist sársauka. Kannski sóttist hann eftir líkamlegum sársauka, en það var andlegi sársaukinn sem verk hans áttu eftir að glíma við. Milli ferðalaga um Evrópu, fiskveiðiferða til Key West og dýraveiða í Aff íku vann hann allan þriðja áratuginn að smásögum og þremur skáldsögum, The Sun Also Rises (1926), The Torrents of Spring (1926) og A Farewell to Arms (1929), sem sköpuðu hina harðgeru og skapríku söguhetju sem varð nokkurskonar vörumerki höfundarins. En það voru smásögurnar sem birtu innra mann- inn, sem hann langaði til að fela, viðkvæman og óffamfærinn mann undir þykkum skrápi. En það var sjálfur textinn sem hann lagði mesta áherslu á. Til að finna rétta ‘þyngd’ sérhvers orðs gerði hann sér að venju að hafa tvö- eða þrefalt bil milli orðanna þegar hann var að vélrita sögu. Honum fannst þeim mun erfiðara að velja orðin sem þau voru einfaldari. Það sem hann hafði að segja var hreint ekki einfalt, en það átti að sýnast einfalt. Ætli Faulkner hafi haldið að stórar tilfinningar spryttu af stórum orðum? „Hann heldur ég þekki ekki tíudollara orðin,“ sagði Hemingway. „Víst þekki ég þau. En það eru til eldri og einfald- ari og betri orð, og það eru þau sem ég nota.“ Það voru orð sem Edmund Wil- son nefndi „runur af norrænum einsatkvæðisorðum, fullyrðingarsetningar og amrískt talmál“. Úr þvílíkum orðum, úr því sem óbókfróðir veiðimenn og ólæsir nautabanar létu útúr sér, þegar þeir óafvitandi meintu meira en þeir sögðu, gróf Hemingway fjársjóð snjallra áhrifsbragða. Hann afréð að þegar hann gæfi beinaberar lýsingar á umhverfi ætti hann að láta alla staðhætti sjást ánþess að láta uppi sitt eigið álit á þeim. En fyrst og fremst voru það sam- tölin sem báru uppi og afhjúpuðu tilfmningaþungann. Ford Madox Ford sagði um stíl Hemingways: „Orð hans orka á mann, hvert og eitt þeirra, 74 w w w. m m. í s TMM 1999:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.