Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 123

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 123
SKÁLDSKAPUR Á SKÖKKUM STAÐ Svo mörg voru þau orð. Cristoforo, sem á þessum tíma er fluttur til London og starfar sem leiðsögumaður á Galleríi, hefði aldrei skrifað þetta bréf og sent Hallgrími ef ekki hefði komið til umsögn Paul Hamiltons, eiganda og rek- anda Fiction gallerísins, en hans vitnisburður er það eina sem bendir til þess að verk málaranna tveggja hafi átt eitthvað sameiginlegt. Hamilton var ekki stórt kennivald í breskum myndlistarheimi en naut þó ákveðinnar virðingar; sýningarskýrslur hans frá 1902-1930 voru nýverið gefnar út og þykja hnýsileg lesning. Ef til vill verður þeim best lýst með fýrirsögn þessarar greinar hér: Skáldskapur á skökkum stað.11 Hallgrímur kom til Hamiltons með allmörg málverk og vildi halda sýningu. Ekkert varð af sýningunni en Hamilton mun hafa haff orð á því við Cristoforo hversu líkt eitt verka Hallgríms væri einu af hans eigin. Það er ekki ljóst hvernig hann orðaði þetta; ef til vill hefur Cristoforo blásið þetta upp úr öllu valdi: hann var sagður skapofsamaður. Þáttur Hamiltons í málinu er æði dularfullur; hann var sá eini sem hafði litið bæði verkin augum og ef marka má sýningarskýrslur sem hann ritaði um þetta leyti lét hann sér fátt um fmn- ast. Það er ekki farið mörgum orðum um málið en á einum stað lætur Hamilton þessa athugasemd falla: „Þau eru oft ekki minniháttar lætin sem minniháttar listamenn geta gert yfir minniháttar verkum sínum".12 Tíðarandi dagsins í dag gerir þetta mál áhugavert - ekki aðeins vegna mál- verkafalsana sem upp hafa komið á síðustu árum heldur vegna mikillar um- ræðu og umhugsunar um frummyndir og höfundarrétt. Og þetta er ekki íslenskt fýrirbæri. Humbert Fuego er ungur breti og formaður samtaka sem kenna sig við auðkennihryðjuverk, „identity terrorism“. Fuego hefur staðið að baki ýmsum óskunda í breskum fjölmiðlum á undanförnum árum þó ekkert hafi sannast á hann. Árið 1993 birtist í Financial Times grein eftir virt- an hagfræðing, Terry Foster, sem skrifar reglulega í blaðið. Þetta var dæmi- gerð Foster grein að flestu leyti, uppfull af hagfræðislangri og ekkert nýtt í henni nema hvað þar er gengið feti ff amar í að spá hruni vestræns hagkerfis en Fosters var von og vísa. Daginn eftir var hvellur: það birtist bréf til blaðsins frá Foster þar sem hann sór af sér greinina frá því daginn áður og álasaði blaðinu fyrir slælegt effirlit. Tveimur dögum síðar tók ekki betra við: ítarleg og yfirveguð grein eftir Foster sem þá kannaðist hvorki við fyrri greinina né bréfið, hafði verið á ferðalagi og kom af fjöllum. Böndin tóku að berast að auðkennihryðjuverkamönnunum. Og þetta var aðeins upphafið. I menningartímaritinu New Statesman birtist þremur vikum síðar smásaga eftir Will Self, upprennandi breskan rit- höfund sem síðan kannaðist ekkert við söguna. Frá fréttaritara Sun í Belgíu barst viðtal við þarlendan þjóðernissinnaðan stjórnmálamann sem aldrei hafði átt sér stað og aldrei verið sent til blaðsins af fréttaritaranum. Frá TMM 1999:2 www.mm.is 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.