Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Qupperneq 19

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Qupperneq 19
EINKAVÆÐING TEXTANS Lífi tiltekins einstaklings er veitt í farveg með rituðu máli. Það er sett í sam- hengi við líf annarra einstaklinga, líf ættar, héraðs, sveitar, þorps, samfélags og þjóðar. Einstaklingurinn er staðsettur og eiginleikar hans dregnir fram í dagsljósið og skoðaðir í ljósi hugmynda samfélagsins um sjálft sig og kjörin sem það býr þegnum sínum. Hér á landi er það talið til mannréttinda að fá um sig minningargrein. „Það verður einhver að skrifa eftir hann/hana“, er gjarnan viðkvæðið þegar einhver er kvaddur hinstu kveðju - fyrr er kveðjan ekki fullkomnuð. Vanti minningar- greinina er engu líkara en að líf viðkomandi einstaklings hafi verið merkingar- laust, jafnvel marklaust. Minningargreinin er einn mikilvægasti liðurinn í margháttuðum helgisiðum sem allir miða að því að sigra dauðann. Hið ritaða orð er samkvæmt þessum þankagangi svo þungvægt að það megnar að veita dánum einstaklingi það sem er eftirsóknarverðast af öllu: orðstír, því hann deyr aldregi. Mikilvægast er með öðrum orðum að hjálpa einstaklingnum til að kveðja með sæmd. Stundum kann manni svo að virðast að hver sá sem fell- ur ffá hér á landi sé umsvifalaust tekinn í dýrlinga tölu, sé kanoniseraður. Það má til sanns vegar færa og raunar ekkert nema gott um það að segja - það er mikill misskilningur að raunsæiskrafan skuli ríkja ofar öllu í rituðum bautasteinum. En það sem mig langar til að undirstrika hér er þó ffemur hitt: minningargreinar eru að mínu mati mikilvægur vitnisburður um íslenskar bókmenntir eins og þær eru stundaðar í lok tuttugustu aldarinnar, þær eru vitnisburður um samband fólks og texta, um fólk í texta, texta í fólki; textafólk. Nú kynni sjálfsagt einhver að ætla að næst liggi fyrir hjá mér að vitna til Steins Steinars og segja: hið hefðbundna minningargreinaform er nú loksins dautt. Því fer að vísu fjarri eins og daglega sést í Morgunblaðinu þar sem enn er skrifuð af fími þessi vandmeðfarna ritsmíð sem einkennist umffam allt af virðuleika og fágun og mátulega tempruðum tilfmningum. En sem ákafur lesandi og unnandi minningargreina til margra ára þykist ég þó hafa veitt því athygli að nýr tónn og nýr stíll hefur smám saman verið að ryðja sér til rúms hjá sífellt fleirum. Hin nýja minningargrein er gerólík þeirri gömlu í einu og öllu. Hún er bréf til hins látna. Þar er hann ávarpaður og honum oft tjáð hvað hann tók sér fyrir hendur um dagana, þannig er jafnvel algengt að sjá setn- ingar á borð við „síðan fórst þú til Raufarhafnar og stofnaðir þar trésmíða- verkstæði" eins og viðkomandi væri ekki fullkunnugt um það ef hann væri ekki dauður. Yfirleitt er þó ekki hirt um að rekja æviferil fólks í þessum ávarpsstíl heldur er viðkomandi sagt frá því hversu góð manneskja hún hafi verið, hversu bréfritari sakni hennar, hversu vænt bréfritara þótti um hana, og er þá jafnan vísað til umönnunar og aðhlynningar þess látna, enda oftar en ekki barnabörn sem skrifa, jafnvel börn í seinni tíð, jafnvel makar. Þetta er ekki dregið fram hér til að lasta þessi skrif og fjarri sé það mér að skopast að TMM 1999:2 www.mm.is 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.