Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 81
GAMALL MAÐUR VIÐ BRÚNA
og alla þá stund hlustaði ég eítir hljóðum sem gæfu til kynna þá dular-
fullu andrá þegar herjum lýstur saman, og enn sat gamli maðurinn
þarna.
„Hvaða skepnur voru það?“ spurði ég.
„Það voru samtals þrjár skepnur.11 útskýrði hann. „Það voru tvær
geitur og köttur og svo voru fjögur dúfnapör.“
„Og þú neyddist til að skilja þær eftir?“
„Já. Vegna stórskotaliðsins. Foringinn sagði mér að fara vegna stór-
skotaliðsins.“
„Og áttu enga ættingja?“ spurði ég og fylgdist með brúarsporðinum
fyrir handan þarsem nokkrar síðustu kerrurnar voru að hraða sér nið-
ur brekku bakkans.
„Nei,“ sagði hann, „bara skepnurnar sem ég nefndi. Kettinum er
náttúrlega borgið. Köttur kann að bjarga sér, en ég vil ekki hugsa til
þess hvað verður um hinar skepnurnar.“
„Hvar ert þú í pólitík?“ spurði ég.
„Ég er hvergi í pólitík,“ sagði hann. „Ég er sjötíuogsex ára gamall. Ég
er búinn að ganga tólf kílómetra og nú kemst ég víst ekki lengra.“
„Hér er ekki gott að æja,“ sagði ég. „Ef þú treystir þér til eru trukkar
uppá veginum þarsem hann kvíslast í átt til Tortosa.“
„Ég ætla að tefja stundarkorn,“ sagði hann, „og síðan held ég áfram.
Hvert fara trukkarnir?“
„í átt til Barcelona,“ sagði ég honum.
„Ég þekki engan í þeirri átt,“ sagði hann, „en þakka þér kærlega fyr-
ir. Þakka þér aftur kærlega fýrir.“
Hann leit á mig mjög sljólega og þreytulega, en sagði síðan, afþví
hann þurfti að deila áhyggjunum með einhverjum: „Ég er viss um það
verður í lagi með köttinn. Engin ástæða til að hafa áhyggjur af kettin-
um. En hinar skepnurnar. Hvað heldurðu um þær?“
„Nú, þær bjarga sér sjálfsagt með einhverju móti.“
„Heldurðu það?“
„Hversvegna ekki?“ sagði ég og fylgdist með bakkanum fyrir hand-
an þarsem ekki voru lengur neinar kerrur.
„En hvað gera þær þegar stórskotaliðið kemur úrþví mér var sagt að
fara vegna stórskotaliðsins?“
„Skildirðu við dúfnakofann opinn?“ spurði ég.
»Já.“
TMM 1999:2
www.mm.is
79