Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 81

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 81
GAMALL MAÐUR VIÐ BRÚNA og alla þá stund hlustaði ég eítir hljóðum sem gæfu til kynna þá dular- fullu andrá þegar herjum lýstur saman, og enn sat gamli maðurinn þarna. „Hvaða skepnur voru það?“ spurði ég. „Það voru samtals þrjár skepnur.11 útskýrði hann. „Það voru tvær geitur og köttur og svo voru fjögur dúfnapör.“ „Og þú neyddist til að skilja þær eftir?“ „Já. Vegna stórskotaliðsins. Foringinn sagði mér að fara vegna stór- skotaliðsins.“ „Og áttu enga ættingja?“ spurði ég og fylgdist með brúarsporðinum fyrir handan þarsem nokkrar síðustu kerrurnar voru að hraða sér nið- ur brekku bakkans. „Nei,“ sagði hann, „bara skepnurnar sem ég nefndi. Kettinum er náttúrlega borgið. Köttur kann að bjarga sér, en ég vil ekki hugsa til þess hvað verður um hinar skepnurnar.“ „Hvar ert þú í pólitík?“ spurði ég. „Ég er hvergi í pólitík,“ sagði hann. „Ég er sjötíuogsex ára gamall. Ég er búinn að ganga tólf kílómetra og nú kemst ég víst ekki lengra.“ „Hér er ekki gott að æja,“ sagði ég. „Ef þú treystir þér til eru trukkar uppá veginum þarsem hann kvíslast í átt til Tortosa.“ „Ég ætla að tefja stundarkorn,“ sagði hann, „og síðan held ég áfram. Hvert fara trukkarnir?“ „í átt til Barcelona,“ sagði ég honum. „Ég þekki engan í þeirri átt,“ sagði hann, „en þakka þér kærlega fyr- ir. Þakka þér aftur kærlega fýrir.“ Hann leit á mig mjög sljólega og þreytulega, en sagði síðan, afþví hann þurfti að deila áhyggjunum með einhverjum: „Ég er viss um það verður í lagi með köttinn. Engin ástæða til að hafa áhyggjur af kettin- um. En hinar skepnurnar. Hvað heldurðu um þær?“ „Nú, þær bjarga sér sjálfsagt með einhverju móti.“ „Heldurðu það?“ „Hversvegna ekki?“ sagði ég og fylgdist með bakkanum fyrir hand- an þarsem ekki voru lengur neinar kerrur. „En hvað gera þær þegar stórskotaliðið kemur úrþví mér var sagt að fara vegna stórskotaliðsins?“ „Skildirðu við dúfnakofann opinn?“ spurði ég. »Já.“ TMM 1999:2 www.mm.is 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.