Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 88
ERNEST HEMINGWAY
„Þetta er nú efni íyrir læknatímaritið, George,“ sagði hann. „Keis-
araskurður með sjálfskeiðungi og sárið saumað saman með uppmjó-
um öngultaumum.“
George frændi hallaði sér uppað þilinu og horfði á handlegginn á
sér.
„Já, það verður ekki á þig logið,“ sagði hann.
„Við ættum að líta á veslings pabbann. Það eru venjulega þeir sem
mest reynir á við þessar aðstæður, “ sagði læknirinn. „Ég verð að segja
að hann tók þessu af stöku jafnaðargeði.“
Hann lyfti ábreiðunni af höfði indjánans. Hann fann eitthvað
blautt. Hann steig uppá bríkina á neðri kojunni með lampann í
annarri hendi og gægðist uppí efri kojuna. Indjáninn sneri til veggjar.
Hálsinn á honum hafði verið þverskorinn frá eyra til eyra. Blóðið hafði
runnið í poll þarsem kojan svignaði undan líkamanum. Höfuðið
hvíldi á vinstra handlegg. Rakhnífurinn lá opinn á ábreiðunni og blað-
ið vissi upp.
„Farðu með Nick útúr kofanum, George,“ sagði læknirinn.
Þess gerðist ekki þörf. Nick stóð í eldhúsdyrunum og sá greinilega
uppí efri kojuna þegar faðir hans lyfti höfði indjánans og ljósið frá
lampanum féll á það.
Það var farið að birta af degi þegar þeir gengu niður timburstíginn
að vatninu.
„Mér þykir fjarskalega leitt að ég skyldi taka þig með, Nickie,“ sagði
faðir hans og öll glaðværðin eftir aðgerðina á bak og burt. „Það var
ekki rétt að láta þig upplifa þetta hræðilega klúður.“
„Eiga konur alltaf svona bágt þegar þær fæða börn?“ spurði Nick.
„Nei, þetta var alveg einstakt.“
„Hversvegna drap hann sig, pabbi?“
„Ég veit það ekki, Nick. Ætli þetta hafi ekki verið honum um megn. “
„Drepa margir karlmenn sig, pabbi?“
„Ekki mjög margir, Nick.“
„Gera margar konur það?“
„Varla nokkur.“
„Gera þær það aldrei?“
„Ó jú. Þær gera það stundum.“
„Pabbi?“
T / «
>,Ja.
86
www.mm.is
TMM 1999:2
J