Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 88

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 88
ERNEST HEMINGWAY „Þetta er nú efni íyrir læknatímaritið, George,“ sagði hann. „Keis- araskurður með sjálfskeiðungi og sárið saumað saman með uppmjó- um öngultaumum.“ George frændi hallaði sér uppað þilinu og horfði á handlegginn á sér. „Já, það verður ekki á þig logið,“ sagði hann. „Við ættum að líta á veslings pabbann. Það eru venjulega þeir sem mest reynir á við þessar aðstæður, “ sagði læknirinn. „Ég verð að segja að hann tók þessu af stöku jafnaðargeði.“ Hann lyfti ábreiðunni af höfði indjánans. Hann fann eitthvað blautt. Hann steig uppá bríkina á neðri kojunni með lampann í annarri hendi og gægðist uppí efri kojuna. Indjáninn sneri til veggjar. Hálsinn á honum hafði verið þverskorinn frá eyra til eyra. Blóðið hafði runnið í poll þarsem kojan svignaði undan líkamanum. Höfuðið hvíldi á vinstra handlegg. Rakhnífurinn lá opinn á ábreiðunni og blað- ið vissi upp. „Farðu með Nick útúr kofanum, George,“ sagði læknirinn. Þess gerðist ekki þörf. Nick stóð í eldhúsdyrunum og sá greinilega uppí efri kojuna þegar faðir hans lyfti höfði indjánans og ljósið frá lampanum féll á það. Það var farið að birta af degi þegar þeir gengu niður timburstíginn að vatninu. „Mér þykir fjarskalega leitt að ég skyldi taka þig með, Nickie,“ sagði faðir hans og öll glaðværðin eftir aðgerðina á bak og burt. „Það var ekki rétt að láta þig upplifa þetta hræðilega klúður.“ „Eiga konur alltaf svona bágt þegar þær fæða börn?“ spurði Nick. „Nei, þetta var alveg einstakt.“ „Hversvegna drap hann sig, pabbi?“ „Ég veit það ekki, Nick. Ætli þetta hafi ekki verið honum um megn. “ „Drepa margir karlmenn sig, pabbi?“ „Ekki mjög margir, Nick.“ „Gera margar konur það?“ „Varla nokkur.“ „Gera þær það aldrei?“ „Ó jú. Þær gera það stundum.“ „Pabbi?“ T / « >,Ja. 86 www.mm.is TMM 1999:2 J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.