Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 139
ÉG VAR EKKERT AÐ BINDA SKÓÞVENGINN
ritstjóra íslendingasagnaútgáfu Svarts á hvítu þar sem stafsetningu fornrita
bar nokkuð á góma (s. 140 og 142).21 Hann ræðir svo sérstaklega um mikil-
vægan þátt Jónasar Jónssonar ffá Hriflu í aðförinni gegn fornritaútgáfu
Halldórs Laxness. Ég hef ekki miklu við greiningu Einars Más að bæta. Hún
kemur að mörgu leyti heim og saman við umræðu mína í Hetjunni og
höfundinum og ritgerð sem ég birti um þetta mál á ensku árið 1994 og er
væntanleg í endurskoðaðri útgáfu í bók minni The Rewriting ofNjáls saga á
komandi hausti.22 Þar legg ég reyndar sérstaka áherslu á að afskipti Alþingis
af útgáfu fornritanna helguðust, a.m.k. í orði kveðnu, af þeirri skoðun að hér
væri um þjóðararf að ræða, sameign íslensku þjóðarinnar. Hinni opinberu
útgáfu á Njálu árið 1944 var með vissum hætti ætlað að tryggja víðtæka dreif-
ingu þessa arfs og koma í veg fyrir að einkaaðilar gætu gert sér fornritin að
féþúfu.23
Síðastnefnda atriðið er umhugsunarvert í ljósi þess að mörg helstu hita-
málin í íslensku þjóðlífi undanfarin misseri hafa einmitt snúist um nýtingu
verðmæta eða auðlinda sem gjarnan eru talin sameign íslensku þjóðarinnar.
Hér á ég við deilur um kvótakerfið, gagnagrunn á heilbrigðissviði og skipu-
lag og nýtingu hálendisins. f stað spurningarinnar: Hver á höfundarrétt á
Njálu? er nú tekist á um spurningar á borð við: Hver á hálendið? Hver á fisk-
inn í sjónum? Hver á upplýsingar í sjúkraskýrslum? Fornritaútgáfa Halldórs
Laxness minnir okkur á að slík átök um eignahald og nýtingarrétt eiga sér
líka stað á vettvangi íslenskrar menningar og sögu. Þar er teldst á um spurn-
ingar á borð við: Hver á Leif Eiríksson? Hver á Snorra Sturluson? Hver á
Jónas Hallgrímsson? Hver á Jón Sigurðsson? Hver á Halldór Laxness? Hver á
Jóhannes Kjarval? Hver á íslenska tungu?
í Hetjunni og höfundinum fæst ég við sumar þessara spurninga, eins og þær
blöstu við um miðja öld, en það er ekki síður athyglisvert að hugleiða þróun-
ina á þessu sviði á síðustu misserum. Undanfarin ár hefur Mjólkursamsalan
eignast hlut í íslenskri tungu með stuðningi sínum við íslenska málstöð og
kjörorðinu „íslenska er okkar mál“. Landafundanefhd og ýmsir ferðaþjón-
ustuaðilar hér á landi fjárfesta með markvissum hætti þessi misserin í nafni
Leifs Eiríkssonar. Nýlega keypti Fjárfestingarbanki atvinnulífsins helmings-
hlut í Vöku-Helgafelli, útgáfufyrirtækinu sem fer m.a. með útgáfuréttinn á
verkum Halldórs Laxness hér á landi. Brátt verður þessi hlutur boðinn út á
almennum markaði. Listasafn Reykjavíkur á ennþá stærstan hlut í Jóhannesi
Kjarval, ekki bara vegna þess að safnið varðveitir stærsta safh verka lista-
mannsins, heldur einnig vegna þeirrar fjárfestingar sem felst í byggingu og
rekstri Kjarvalsstaða. Nýr samstarfssamningur Landssímans og Listasafhs
íslands vekur hins vegar spurningar um hvenær íslenskum fyrirtækjum verði
með svipuðum hætti boðið að kaupa sér hlut í nafni Kjarvals.
TMM 1999:2
www.mm.is
137