Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 143

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 143
Ritdómar Ég vitja þín, æska Þorvaldur Þorsteinsson: Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó. Bjartur 1998,120 bls. „Hún er góð. Og spennandi. Og dáldið fyndin, dáldið óskiljanleg og dáldið skrítin,“ sagði átta ára gamall sögufikill um bók Þorvaldar Þorsteinssonar, Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó. Lýsingin nær til flestra þátta sög- unnar, en þó er freistandi að útfæra hana örlítið nánar. Sagan segir frá Blíðfinni, lítilli (karl- kyns) veru með þykk gleraugu og fín- gerða vængi sem býr í húsinu skammt ff á stóru eikinni. Einn morgun vaknar hann af undarlegum draumi og finnur aðra litla veru í bakgarðinum hjá sér. Speking- urinn í eikinni segir honum að þetta sé barn og það muni hverfa aftur eftir nokkurn tíma en því vill Blíðfinnur ekki trúa. Hann og barnið verða heimsins bestu vinir, en Spekingurinn hefur rétt fyrir sér. Barnið hverfur sporlaust einn daginn og þá leggur Blíðfinnur upp í ára- langa leit að því. Sú leit er aðalefni sög- unnar. Hún er hrikalega hættuleg því heimurinn fyrir utan hliðið heima hjá Blíðfinni er byggður margs konar verum sem sumar eru háskalegar í meira lagi. En þegar Blíðfinnur er alveg að gefast upp á leitinni og hefur orðið fýrir illbærilegri sorg, heyrir hann rödd barnsins á ný og fær endurnýjaða lífsvon. Við fáum smám saman góða hug- mynd um ævi Blíðfinns áður en hann hittir barnið. Hann er munaðarlaus, for- eldrar hans eru farnir til Ljósheima, og hann hefur aldrei átt náinn vin fýrr en barnið. Við fáum einnig innsýn í hugs- anir og hugmyndaheim hans, ótta hans og áhyggjur og fýlgjumst með því hvern- ig honum vex ásmegin í leitinni löngu. Sagan er sögð í þriðju persónu en sjónarhornið er yfirleitt hjá Blíðfinni. Sögumaður er þó alvitur, sér og heyrir ýmislegt sem Blíðfinni er hulið og hefur sérstakt samband við lesendur fyrir ofan höfuðið á persónu sinni. Það helgast að sumu leyti af því að Blíðfinnur er afar lítil vera, minni en hlustandinn sem sögu- maður er að segja söguna. Hlustandinn og sögumaður eiga því ýmislegt fleira sameiginlegt en þeir eiga með Blíðfinni. Þessi sögumaður veit hvernig fer og boðar það iðulega í hálfkveðnum vísum sem auka á spennuna. Þegar verulega syrtir í álinn blandar sögumaður sér per- sónulega í frásögnina og fær hlustand- ann tO liðs við sig: „En auðvitað finnst okkur engin glóra í þessu! Við verðum að reyna að koma vitinu fyrir vin okkar! Halló! Hvað ertu að gera, Blíðfinnur?" (104) Því miður höfum „við“ ekkert að segja í málinu. Blíðfinnur heyrir ekki til „okkar“. Það er ekki fyrr en rödd barns- ins heyrist sem hann tekur sönsum. Hver er Blíðfmnur? Sagan um Blíðfinn er fallega skrifuð, stíll TMM 1999:2 www.mm.is 141
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.