Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Qupperneq 40

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Qupperneq 40
ÁRNl BERGMANN Ekki þarf svo að vera. í Minnisvarðanum er sem Púshkín geri tvennt í senn. Hann tekur aftur þá fyrirlitningu á kvörtunarmálum „lýðsins" sem áður var nefnd. Hann segir ekki lengur: þið komið mér ekki við. Hann er í heiminum, meðal manna, tekur þátt í lífi þeirra og amstri - en er um leið eins og utan hans. Hann lofar frelsið og stendur með þeim föllnu - en á eigin for- sendum. Allt er þetta tengt einni tilverunauðsyn skálds: að halda reisn sinni. Og til að það takist verður skáldið að njóta þess innra ffelsis að vera óháður bæði velgengni og módæti, tísku, valdi og vinum. En allt þetta hafði brugðist honum á seinni árum ævinnar - nema mótlætið: hann fékk ekki gott orð að heyra, segir Akhmatova. Því leitar Púshkín ekki samþykkis annarra í upphafi kvæðisins - hann sæmir sig lárviðarsveig og reisir sér háan minnisvarða sjálfur. Hann tekur sér rétt til þess með skírskotun til þess að listin sé með nokkrum hætti æðri þjónusta, heilög iðja: Skáldgyðja hlýð þú boði guðs. Hér er á ferli hin rómantíska dýrkun skáldskapar sem einkennir daga Púshkíns, hér má einnig sjá áfanga í þeirri þróun að rússnesk menning einkenndist í vaxandi mæli af tilhneigingu til að gera bókmenntir að einskonar veraldlegri kirkju, lifandi helgidómi þar sem menn fmna hið góða, fagra og sanna. í annan stað er hér lögð rækt við hina stoltu einsemd skáldsins. Þar fer tvennt saman, annarsvegar upphafhing einfarans, hin rómantíska sjálfsvit- und tímans sem í kvæðinu Poet (Skáld, 1827) segir, að um leið og skáld heyrir rödd síns guðamáls flýr það ys og þys mannheima út á eyðistrendur og skóga. Hinsvegar er hér byggt á lífsreynslu Púshkíns sjálfs sem verður að verja líf sitt og heiður á mörgum vígstöðvum: í einkalífi, á ritvelli, fyrir hásæti keisara. Púshkín er einatt sannkallað skáld lífsgleði og nautna, glaðværðar og jafnvel ærsla, en þegar á líður heyrast æ oftar dapurlegri tónar úr hans hörpu: Tími er kominn vinur minn, hjartað biður um frið ... Hamingju er ekki að finna, en til eru ró og frelsi... (1834) Honum er samt lítt að skapi að festast í sjálfsaumkun, skáldið kýs heldur að yrkja sig í sátt við óumflýjanlega einsemd og sækja til hennar styrk. Um þetta segir margt í sonnettunni Poetú (Til skálds) frá 1830, en þar er slegið á svip- aða strengi og síðar í Minnisvarðanum. Þar er brýnt fyrir skáldi að hlusta hvorki á lof né hæðnishlátra: „Þú ert keisari, lifa skaltu einn. Far þú hvert þangað sem frjáls hugur þinn leiðir þig“. Og ekki skal skáldið sækjast eftir viðurkenningu fyrir sitt „göfuga afrek“. Umbun finnur hann í sjálfum sér „þú ert sjálfur þinn æðsti dómari". Minnisvarðinn hái, upphafning skáldskapar og einsemdar rís ekki af of- læti. Kvæðið talar máli tímans og um leið tungu skálds sem vill halda höfði og reisn. Vill ekki láta argaþras draga sig niður í lágkúru (en Púshkín tókst ekki 38 www.mm.is TMM 1999:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.