Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 35

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 35
MINNISVARÐl PÚSHKÍNS Það „raunsæi“ í bland við óskir um að verða ekki einmana og óvirkur áhorf- andi að sögu landsins hafa tvennt í för með sér: Púshkín leitar að því í heimi valdsins sem helst er hægt að hrífast af og reynir að tengja það við óskir um betri tíð - og þar með við vonir sínar um að Nikulás fyrsti reynist góður keis- ari. Þessar hræringar allar koma saman í ffægu kvæði Stansy sem birtist skömmu eftir að Púshkín var tekinn í sáttl826. Þar hefur skáldið máls á því að nú horfi hann fram á veginn óttalaust því hann muni að „uppreisnir og af- tökur slógu myrkri upphaf hinna frækilegu daga Péturs". Með öðrum orð- um: skáldið leitar sér að tilefni til bjartsýni í sögu Rússlands. Nikulás minnir á Pétur mikla, báðir hefja feril sinn á því að bæla niður uppreisnir og taka menn af lífi. En hvað tekur svo við? Þrjú erindi í kvæðinu sem öll eru lof um Pétur, óþreytandi umbótamann sem gat gengið að hvaða verki sem var og sneri öllu á betri veg, enda þekkti hann „það hlutverk sem ættjörðinni var ætlað“. Lýkur svo kvæðinu á því að Nikulási er sagt að líkjast forföður sínum í öllu - einnig í því að vera ekki langrækinn. Hér fer margt saman: Nikulás er beðinn um að sýna ekki langrækni - með öðrum orðum um að náða dekabrista í Síbiríu; skáldið „biður þeim föllnu vægðar“ eins og segir í Minnisvarðanum og átti effir að gera það oftar. Um leið hefur skáldið fundið sjálfúm sér og valdsmanni samtímans fýrirmynd sem flestir Rússar voru hrifnir af hvort sem var: Pétur mikla. Púshkín semur 1828 söguljóðið Poltavaþ ar sem keisarinn frægikemur ekki aðeins fram sem snjall herstjóri heldur er persónugerður vilji og ætlunarverk mikillar þjóðar. Og er þar með gerður þrem höfðum hærri en Karl tólfti Svíakonungur, djarf- ur ævintýramaður í landvinningaleiðangri, og svo Mazeppa, úkraínskur höfðingi sem situr á svikráðum við Pétur og vill notfæra sér stríð Rússa og Svía til að losna undan yfirráðum Moskvu. Þegar Púshkín lýsir með svo ein- dregnum hætti samstöðu með Pétri keisara er hann um leið að láta æ meir undan freistingum einskonar valdhyggju í bland við þjóðernishyggju. Hér var ekki aðeins um þá rómantísku þjóðernishyggju að ræða sem leggur rækt við hið þjóðlega, finnur jákvæðan styrk í því að „við“ höfum okkar sérstöðu í heiminum, heldur og hina opinberu „ættjarðarást“ stórveldisins sem segir: okkur Rússum er ætlað mikið forystuhlutverk. Á dögum Péturs - sem og í samtíðinni. Þar með kom Púshkín sér í hættulega nálægð við „nauðsyn ríkisins“ - eins og kom í ljós þegar Pólverjar gerðu uppreisn gegn Rússum 1830-1831 sem bæld var niður með hervaldi. Þá bárust fregnir um að franskir þingmenn héldu heitar ræður gegn Rússum og vildu senda her til stuðnings Pólverjum. Púshkin brást reiður við, eins og sjá má bæði í bréfum og kvæðum, ekki síst Klevetnikam Rossíi (Til þeirra sem rægja Rússland). Þar segir hann afdráttar- TMM 1999:2 www.mm.is 33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.