Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Síða 134

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Síða 134
JÓN KARL HELGASON hygli á að ekkert í þeim gögnum frá nafnanefndinni sem ég styðst við sanni að gatan hafi verið skírð í höfuðið á Snorra Sturlusyni; þar eru rökin fyrir nafni Snorrabrautar aðeins þau að til beggja handa séu „hverfi með fornmannanöfnum“.10 Hann telur fullt eins líklegt að gatan hafi verið skírð í höfuðið á Snorra goða, sem sé í slagtogi við helstu persónur Njálu og Lax- dælu. „Mér fannst oft að móður minni væri Laxdæla tamari en rit Reykholts- bónda“, bætir Einar Már við til staðfestingar (s. 143). Ég gæti ekki sannað fyrir rétti að Snorrabraut sé helguð minningu Snorra Sturlusonar. Dómur í þessu máli getur aldrei byggst á öðru en líkum, eða því sem á ensku nefnist circumstantial evidence. Forsendur fyrir minni túlkun eru þær að á fyrri hluta aldarinnar fór fram víðtæk starfsemi sem miðaði að því að auka veg Snorra Sturlusonar í vitund íslensku þjóðarinnar. Rit Sigurð- ar Nordals um Snorra frá árinu 1920 var mikilvægt framlag til þessarar vakn- ingar en hana má einnig skoða sem viðnám við aldalangri tilhneigingu Norðmanna til að eigna sér höfund Heimskringlu. Hámarki náði þessi starf- semi hér á landi á fimmta áratugnum. Á þeim tíma lauk uppbyggingu menntaseturs í Reykholti, þar var haldin umdeild afmælishátíð á 700 ára ár- tíð Snorra 23. september 1941 og sérstakt Snorrafrímerki var gefið út. Einnig voru lögð drög að því að Snorrastytta norska listamannsins Vigelands yrði afhjúpuð hér á landi en hún var þjóðargjöf Norðmanna til íslendinga. Vegna heimsstyrjaldarinnar tafðist afhjúpun styttunnar til sumarsins 1947 en fór þá fram sem hluti af viðamikilli Snorrahátíð í Reykholti með þátttöku tig- inna norskra gesta. Ég vek athygli á flestum þessum viðburðum í bók minni, aukþess sem ég vitna í grein Kristins E. Andréssonar frá árinu 1941 þar sem lagt er til að reist verði fjölnota menningarhús í Reykjavík - „heimili ís- lenzkrar listar og jafnframt hagnýt bygging yfir ýms söfn þjóðarinnar“ - og nefnt Snorrahöll. Með höllinni vill Kristinn minnast menningarlegra afreka Snorra Sturlusonar en hún á jafnframt að vera „sýnilegt tákn þess, að íslend- ingar líta á sig sem sjálfstæða þjóð og gera kröfur til, að aðrar þjóðir geri svo“.n Af framansögðu er ljóst að persóna Snorra Sturlusonar var mjög til umræðu meðal Islendinga á fimmta áratugnum - einnig um það leyti sem Þórunn Elfa var væntanlega að ganga frá skáldsögu sinni til prentunar sum- arið 1947. Ef Sigurður Nordal og félagar hans í nafnanefndinni hafa ákveðið að end- urskíra hluta gömlu Hringbrautar sem Snorrabraut fáeinum mánuðum síðar til að tryggja Snorra goða Þorgrímssyni viðeigandi sess í borgarlands- laginu hefur sú ráðstöfun verið úr vissum takti við tímann. Reyndar hafði nafni goðans, líkt og ótalmörgum öðrum nöfnum úr fornsögunum, brugðið fyrir á íslenskum skipum á fyrstu áratugum aldarinnar (sbr. Snorri goði RE 141, (1911-1920 og 1925-1944) og Snorri goði VE 138 (1931-1942)), en á 132 www.mm.is TMM 1999:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.