Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 24
TORFl H. TULINIUS eða geta, bindast samtökum um að fæða börn inn í þennan heim og koma þeim til þroska. Markaðnum er það ffemur í hag að maðurinn standi einn, einn með sína óseðjandi þrá, þrá eftir að hvötum hans verði svalað en um fram allt þrá effir ást, fegurð og samneyti við aðrar manneskjur, þrá sem markaðurinn spilar endalaust á en passar að verði aldrei svalað, nema rétt um stundarsakir og aldrei vel. Því þráin er auðlind hans, það afl sem knýr hagvöxtinn áfram. Hann leitast við að virkja hana í eigin þágu, með því að telja fólki trú um að síminn tengi það saman, en ekki samvera, að Veraldarvefurinn sé vettvangur samskipta, en ekki firringar, að Kringlan sé menningarmiðstöð, en ekki musteri skipulagðrar einsemdar neytandans sem á aðeins í samskiptum við þúsund grímur markaðarins sem tælir hann inn í sýndarveröld sína og mjólkar hann af lífskrafti hans, stelur ffá honum ævistundunum, því eina sem hann á í raun, og hneppir hann í þrældóm neyslunnar. Þetta má segja að sé kjarninn í þeirri sýn á menningu okkar sem Hou- ellebecq færir okkur í sögu sinni. Aðalpersónur hennar, Bruno og Michel, eru hálfbræður, synir móður sem yfirgaf þá og fór til Kalíforníu til að taka þar þátt í fyrstu tilraunum hippahreyfingarinnar. Þeir eru um fertugt í dag og hvor um sig lifir í algerri einsemd. Michel er raunvísindamaður, eðlisfræð- ingur sem vinnur við rannsóknir á erfðamenginu. Hann býr einn og fer öðru hvoru út í stórmarkaðinn í hverfi sínu til að svala þörf sinni fyrir mannleg samskipti með því að hlusta á auglýsingar sem þar er útvarpað í gegnum há- talara og segja manni hvað best sé að kaupa í dag. Bruno er í hugvísindum. Hann er fráskilinn og ófær um að byggja upp samband við son sinn. Hann hugsar mikið um konur en eft ir að kyntöff ar hans - sem aldrei hafa verið sér- staklega miklir - dvína enn frekar með aldrinum, sættir hann sig æ oftar við að kaupa sér þá blíðu sem hann hefur efni á. Báðir fá eitt lokatækifæri til að bindast annarri manneskju, en í báðum tilfellum knýr dauðinn dyra. Kon- urnar sem elska þá veikjast báðar, þeir eru ófærir um að takast á við það og þær fýrirfara sér. Bruno týnir sér í geðveiki og eyðir því sem eftir er ævinnar á geðsjúkrahúsi en hið innhverfa séní Michel ver næstu tíu árum, þ.e. fyrsta áratug þriðja árþúsundsins, í frumrannsóknir á skammtafræði erfðanna, rannsóknir sem eiga eftir að leggja grunninn að því að nýtt, ódauðlegt og kynlaust mannkyn sem æxlast í gegnum klónun tekur við af hinu óham- ingjusama mannfólki sem hann og við tilheyrum. Áður en ég lýsi þessari fremur ólíklegu framtíðarsýn og hvernig hún ljær, þrátt fyrir ósennileika sinn, gagnrýni Houellebecq á samtíma okkar meiri dýpt en sýnist í fyrstu, langar mig til að segja nokkur orð í viðbót um deilurn- ar sem bók hans hafa valdið í Frakklandi, því þær geta sagt okkur nokkuð um hvernig hún getur hugsanlega komið að gagni í umræðum um erfðavísindi 22 www.mm.is TMM 1999:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.