Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 35
- ÉG FINN ÉG VERÐ AÐ SPRINGA . . .
Þá verða öll orð tilgangslaus
- þá er nóg að anda
og finna til
og undast.
Maðurinn í landinu
landið í manninum
- það er friður guðs.
(Ný og nið, bls. 206)
IV
Elstu dæmin sem vitnað er til í upphafi þessa lesmáls sýna fyrsta skeið á
skáldferli Jóhannesar. Ljóðformið er hefðbundið, ljóðstíll og líkingamál
bókmenntasögulega íhaldssamt. Þegar líður á þetta skeið magnast og herðist
samfélagsboðunin og stjórnmálaefnið í byltingarsinnuðum anda. í stað
ungmennafélagans, þjóðernissinnans og bændavinarins kemur hér ffam
verkalýðssinninn, byltingarmaðurinn og bolsévikkinn Jóhannes. En þessir
straumar breyta ljóðstílnum og ljóðforminu ekki og þau breyta sannfæring-
arkraftinum ennþá síður, svo sem sjá má í „Þegar landið fær mál“ og einnig í
„Dagskipun Stalíns“ svo að aðeins tvö þekkt dæmi séu nefhd aftur. Dæmi
um breyttan ljóðstíl með breyttum boðskap má þó finna frá fyrra skeiði og
þau eru lærdómsrík. Má þar nefna t.d. „Sovét-ísland“ í Samt mun ég vaka og
„Tröllið á glugganum“ í Hart er í heimi. í þessum kvæðum bregður mælsku-
stílnum fyrir, retórískum stíl, sem síðar varð skýrara einkenni á þeim kvæð-
um Jóhannesar sem eru í ffjálsu ljóðformi. í bókinni Harterí heimi ffá 1939
má lesa þessi ólíku dæmi m.a.:
Og ég sat uppi í hlíð og ég sá út á haf,
og mín sál var á krossgötum stödd.
Fyrir framan mig lá allt, sem lífið mér gaf,
og mitt land varð ein hvíslandi rödd,
(Hart er í heimi, bls. 111)
Fær það þá aldrei oftar að finna
angan blómsins, er fölnaði í haust?
Og aldrei oftar að heyra
ómstef fuglsins, er hvarf því með söngvatrega?
Og aldrei oftar að sjá
þá eygló, er hneig að baki dumbrauðra fjalla?
Og aldrei oftar það ljós,
(Hart er í heimi, bls. 177)
TMM 1999:4
www.mm.is
33