Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 79

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 79
HVERS VEGNA HEFUR STRINDBERG ALDREI . . . ? brigðalítiir þegar á líður; hún komist aldrei „fyllilega frá hatrinu“ og nái ekki „þeim fáu mannlegu dráttum sem höfundur lætur persónu sinni í té“. Arndís Björnsdóttir hlaut hins vegar einróma lof fyrir túlkun sína á fóstru Adolfs, aldraðri konu sem fær það beiska hlutskipti að svíkjast að fóstursyni sínum og klæða hann í spennitreyju, eftir að hann er orðinn óður. Flestir gagnrýnendur voru mjög sáttir við leikstjórn Lárusar Pálssonar. Ásgeir Hjartarsonar hikar ekki við að telja sýninguna „einn af merkustu at- burðum í sögu Þjóðleikhússins ff am til þessa“, leikstjórinn skilji persónur og atvik hárréttum skilningi, sterkur hugblær sé yfir leiknum öllum, samleikur með ágætum og „hið beiska tvísæja háð skáldsins“ njóti sín vel bæði í athöfn- um og orðsvörum.29 Agnar Bogason tekur í sama streng, en gefúr þó í skyn, að sviðsetningin fylgi ákveðinni „tradition“, sem hann útskýrir ekki nánar hvað feli í sér.30 En Steingerður Guðmundsdóttir er jafn dauf yfir leikstjórn- inni og flestu öðru, segir Lárus ekki ráða við efnið, tempóið sé ójafnt og alltof hægt á köflum og víða sjáist „fingraför æfinganna“. Stíll tímabilsins verði „eintrjáningslegur“ sökum klaufalegra uppstillinga. Sýning Þjóðleikhússins á Föðurnumv ar hljóðrituð og flutt í útvarp rúmu hálfu ári eftir frumsýninguna.31 Að dómi þess hlustanda, sem hér er að tjá sig, er leikur Vals í fyrri hluta leiksins verulega áhrifamikill, en mun síðri þeg- ar fram í sækir og geðveikin nær tökum á persónunni. Það er e.t.v. full mikið sagt að hann „þusist í gegnum hlutverkið11 eins og Steingerður Guðmunds- dóttir orðaði það í dómi sínum, en jafh stór í sniðum og faðir Strindbergs getur orðið verður hann ekki. Framhjá því má að vísu ekki líta, að Valur fær hvergi nærri nógu góðan mótleik frá Guðbjörgu, sem orkar óráðin og utan gátta í hlutverki Láru. Er engu líkara en leikkonan - eða Lárus leikstjóri - hafi ekki treyst sér til að taka alvarlega það sambland illmennsku og kænsku, sem er eitt aðalauðkenni persónunnar. Að önnur eins leikkona og Guðbjörg hafi ekki staðist kröfur hlutverksins, kemur ekki til greina. Hafi „kvenhatrið“ í leiknum, hin neikvæða lýsing Láru, vafist fyrir þeim Lárusi og Guðbjörgu, þá er víst að þau eru engin einsdæmi í túlkunarsögu Föðurins. Á okkar kvenréttindasinnuðu tímum hafa leikendur og leikstjórar oft átt bágt með að taka fast á þeirri grimmd, sem Strindberg gæðir sumar mögnuðustu kvenpersónur sínar og þeir jafnvel freistast til að láta þeim í té veikleika og mildi sem skáldið sá ekki í fari þeirra. Skýrt dæmi um þetta, sem mér er minnisstætt, var sýning á Stadsteatern í Stokkhólmi árið 1981, þar sem Lára var gerð svo hjálparvana að leikurinn snerist upp í tóma geðveikislýsingu manns sem var í raun brjálaður frá upphafi. Sýningin fór fram í tengslum við mikla Strindbergs-hátíð og vakti deilur, enda hafði leik- stjórinn Jan Hákanson leyft sér að krukka í texta skáldsins til að fella hann að TMM 1999:4 www.mm.is 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.