Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 87

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 87
HVERS VEGNA HEFUR STRINDBERG ALDREI . . . ? Sem stendur bendir fátt til, að mikil Strindberg-vakning sé í aðsigi á íslandi. Val Þjóðleikhússins á sígildum verkum undanfarin ár hefur verið mjög tilviljanakennt og allt of oft hafa hin fáu stórvirki, sem þar hafa slæðst inn, sætt dapurlegum örlögum sem óþarfi er að orðlengja um hér. Önnur að- alleikhús okkar, Leikfélag Reykjavíkur og Leikfélag Akureyrar, eiga örðugt aðstöðu sökum lélegs íjárhags og ýmissa annarra takmarkana, þó að vissu- lega gætu þau gert hér bragarbót. Á meðan enginn gerir neitt alast upp nýjar kynslóðir íslenskra leikhúsgesta án þess að komast í snertingu við annað af tveimur mestu leikskáldum norræns menningarsvæðis. En kannski er óþarfi að örvænta fyrir því. Þegar Strindberg geystist fram fyrir um 130 árum var engin gullöld í sænsku leikhúsi og fáar vísbendingar um að von væri á slíkum jötni sem honum. Hreyfingar listarinnar verða sjaldnast reiknaðar út fyrir fram og stundum á hún til að sanna gildi þeirrar fornu setningu, að þeir fyrstu verði síðastir og þeir síðustu fýrstir. Aftanmálsgreinar og tilvísanir 1 Af Kammerleikjunum fimm frá 1907 til 1909, einu merkasta framlagi Strindbergs til leikbók- menntanna, hafa aðeins tvö komið á íslenskt svið svo mér sé kunnugt um: Draugasónatan (hjá Leikfélagi Akureyrar árið 1970 og aftur hjá Talíu, Leikfélagi Menntaskólans við Sund 1985) og Pelíkaninn (hjá Nemendaleikhúsi Leiklistarskóla Islands 1993). Um sýningu Leikfélags Akureyrar sjá Harald Sigurðsson, Saga leiklistar á Akureyri 1860-1992 (Akur- eyri 1992), bls. 262, um sýningu Talíu sjá Morgunblaðið 5.3.1985 og Þjóðviljann 6.3.1985, og um sýningu Nemendaleikhússins Morgunblaðið 12.5.1993 og DV 7.5.1993. Við þetta má bæta, að þremur Kammerleikjanna hefúr verið útvarpað: Brunarúst (1956), Óveðri (1988) og Pelíkananum (1999). 2 Sjá Halldór Laxness, Úngur ég var (Rvík 1976), bls. 174. 3 Fröken Julie, sem var samið 1888 og sýnt í fýrsta skipti á lokaðri sýningu hjá Stúdenta- félaginu í Kaupmannahöfh í mars 1889, var ekki leikið í Svíþjóð fýrr en árið 1904. Þá hafði verkið verið sýnt víða um lönd, m.a. bæði í Berlín og París. Sigurför leiksins á sænsku sviði hófst ekki fyrr en í árslok 1906, þegar það var leikið á Folkteatern i Stokkhólmi. Sjá Gunnar Ollén, Strindbergs dramatik (Stockholm 1982), bls. 133-135. Litlu betur gekk með Föður- inn, sem var fýrst leikinn á Casino-leikhúsinu í Kaupmannahöfn í nóv. 1887. Sú sýning varð þó verulegur sigur fyrir höfundinn, en verkið vakti að sama skapi litla hrifningu, þegar það var frumsýnt í Svíþjóð rúmu ári síðar. Það var ekki fyrr en leikhús Strindbergs sjálfs, Intima teatern í Stokkhólmi sýndi það árið 1908, að Svíar voru tilbúnir að taka því. Þá hafði Faðirinn þegar vakið athygli bæði í Þýskalandi og Frakklandi, en reyndar mátti ekki flytja hann opinberlega í Þýskalandi fyrr en 1903. Sjá Ollén, bls. 102-111. 4 Sjá Michael Meyer, Henrik Ibsen (Oslo 1971), bls. 446—448. 5 Sjá Michael Meyer, HenrikIbsen, bls. 542 og sami höfúndur, Strindberg(London 1985),bls. 234-35. 6 Sjá August Strindberg, En blá bok I, (Stockholm 1997), bls. 143 7 Um Reinhardt er vitaskuld fjallað í öllum almennum yfirlitsritum um leiklistarsögu, auk þess sem fjöldi bóka hefur verið skrifaður um list hans. Góða umfjöllun er t.d. að finna í riti TMM 1999:4 www.mm.is 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.