Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 99

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 99
ENGAR GLAÐLEGAR NÓTUR þegar þær hafa í för með sér snöggar kreppur, en samt hafa þær bein áhrif á daglegt líf manna og afkomu. Þegar sagnffæðingur tekur sér fyrir hendur að rita samtímasögu, þ.e.a.s. sögu þess tímabils sem hann sjálfiir og kannske foreldrar hans hafa lifað, er harla erfitt að fara út fyrir bylgjulengd „skammtímans“: það er naumast hægt að finna nokkurn annan raunhæfan ramma en þann sem atburðasagan myndar, og atburðirnir sjálfir eru ffemst á sviðinu. Á þann hátt hefur saga tutt- ugustu aldarinnar offast verið rituð. En saga af þessu tagi hefur ýmislegt í för með sér: atburðirnir eru „saga“ í hinni hefðbundnustu merkingu, þeir mynda e.k. „söguþráð“, sem stefnir að ákveðnu marki, það sem kemur á eftir varpar ákveðnu ljósi á það sem á undan er gengið og „sannleikur“ atburðanna er fólg- inn í „sögulokunum“, þótt þau séu vitanlega aldrei nema til bráðabirgða. Út af þessu bregður nú Eric Hobsbawm. Þótt sú saga tuttugustu aldar sem hann tekur sér fyrir hendur að segja sé í fyllsta máta samtímasaga hans, þar sem hann fæddist árið 1917 og hafði á stundum býsna góðar aðstæður til að fylgjast náið með ýmsum stóratburðum síns tíma, skoðar hann öldina úr fjarlægð og sér sem eina heild þær bylgjuhreyfingar hennar sem varla er hægt að skilgreina öðru vísi en sem „miðtíma“, en þær tengir hann síðan mjög haglega við atburðasögu skammtímans. Þetta kemur vitanlega ekki af sjálfu sér. Ef þetta nýja sjónarhorn á að vera eitthvað annað en mýrarljós, sem leiðir sagnff æðinginn út á villigötur, þurfa að vera fyrir hendi einhver haldgóð rök fyrir því að tímabilið sem um er fjallað hafi sjálfstæða tilveru í sögunni og af- markist af einhverjum raunverulegum „aldahvörfum“. Hobsbawm heldur því nú ffam að það sem hann nefnir „hina stuttu tuttugustu öld“ hefjist árið 1914, og er ólíklegt að nokkur mótmæli því: hildarleikur heimsstyrjaldar- innar fýrri var tvímælalaust vatnaskil í sögu Evrópu og veraldarinnar, hann batt enda á þjóðfélag 19. aldarinnar - á „veröld sem var“, svo vitnað sé í orð Stefans Zweig eins og þau hafa verið íslenskuð - og á rústum hans reis nýr heimur. Hins vegar er ekki víst að allir verði á einu máli um seinni tímamörk- in, árið 1992, og myndu ýmsir sennilega segja að fyrir íbúa vesturlanda marki þau lítil tímamót: sú mikla kreppa sem hófst um 1974 hélt áfram eftir sem áður, með sama jafna þunga. En Hobsbawm hefur hér skýra viðmiðun, sem rétt er að taka til greina. Heimsstyrjöldin fyrri skildi eftir sig mikinn „arf‘, ef svo má segja, hún hratt af stað atburðum og atburðakeðjum sem að öðrum kosti hefðu áreiðanlega aldrei orðið, byltingu í Rússlandi, kommúnisma, nasisma og heimsstyrjöldinni síðari, og lifðu tuttugustu aldar menn síðan í skugga þeirra. Smám saman var svo sá „arfur“ gerður upp og hann hvarf úr sögunni: hrun kommúnismans sem hófst 1989 og lauk í rauninni 1992 var TMM 1999:4 www.mm.is 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.