Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 7
EILÍFT LÍF
ogveittsólina. Þar dregurþú upp mjögtilfinningaþrungna mynd afkonu. Hef-
ur aðdáun þín á konutn haldist allt lífið?
Já, reyndar. En það má vera að ég eigi það til að upphefja konur. Það eru líka
til aðrar konur en móðirin, hin góða María mey sem fyrirgefur allt eða sak-
lausa smástúlkan. Johannes V. Jensen talar um hinar auðmjúku mæður al-
þýðunnar, Ibsen hefur sína Solveigu, og Dante sína Beatrice, en það eru til
aðrar konur. Til dæmis hinar hræðilegu nornir Biblíunnar. Eva með slöng-
una og Dalíla með hár Samsonar.
-En það eru hinar sem þú hefur helst viljað lýsa?
Já, en ég hef nú líka lýst nokkrum nornum, því má ekki gleyma. Sem ungur
maður hélt ég í barnaskap mínum að sá heimur sem yfirvegaðar, auðmjúkar
og lífsreyndar konur stýrðu gæti orðið miklu farsælli en heimur hinna vel-
þekktu yfirspenntu karla með sínar eilífu stríðstrumbur. En hvað þá með
Margaret Thatcher sem lét það verða eitt af sínum íyrstu verkum sem forsæt-
isráðherra að berja stríðstrumburnar. Hún kvaddi sér hljóðs með fullyrðing-
um um að Stóra-Bretland yrði að hervæðast af kappi og fleira í þá áttina, það
lofaði ekki góðu.
-Heldur þú að karlar og konur séu í grundvallaratriðum ólík?
Nei, það er því miður ekki svo, karlar og konur eru gerð úr sama undarlega
óáþreifanlega efninu. Konur hafa tilhneigingu til að æsa sig upp eins og kríur
á eggjum, þá verða þær alveg eins ‘intransigent’ og ...
-Hvað verða þær?
Intransigent.
-Hvað merkir það?
Það þýðir óbilgjarn
-Allt í lagi - þær eru alveg eins óbilgjarnar.
Já en bæði kynin geta auðvitað einnig náð mikilli mannlegri reisn.
*
-Elsa Gress lýkur einni afbókum sínum meðþví að segja að ef ástin sé tálsýn þá
megi fjandinn hirða raunveruleikann. Ert þú þeirrar skoðunar að ástin sé
tálsýn?
Ekki ástin heldur hrifningin. Hún er flöktandi ástand og getur auðveldlega
TMM 2000:3
malogmenning.is
5