Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 81
OFBELDI KOMMÚNISTA VIÐ BORGARALEGA RITHÖFUNDA með Matthíasi Jochumssyni, Guðmundi á Sandi, Páli Árdal og Stephani G. Stephanssyni sem er kominn í heimsókn vestan um haf. Þessa stund var gott að lifa: “Það mátti heita svo að öll þessi fjögur skáld hefðu lítilsvirt hvert ann- að áður, en nú voru allar gamlar væringar horfhar, allur hégóminn og tildrið, skáldarígurinn horfinn, ég held að fullu og öllu.“46 Skáldarígurinn horfinn - þetta er sjálf draumsýnin um gott mannlíf í bók- menntum! Við hlið annarra óska um veg bókmennta í heiminum vakir í flestum mönnum draumurinn um skáldskapinn sem heilaga iðju og skáld sem samlynda bræður í musteri hans. En mönnum verður ekki að þeirri ósk, syndir öfundar og annars hégóma eru lævísar og liprar - og þá er freistandi að bregða á það ráð að gera pólitíkina að þeim höggormi sem laumast inn í aldingarðinn og bítur í hæla skálda, villir þá og tryllir. Öll úlfúð er henni að kenna. Það er líka tiltölulega auðvelt vegna þess að pólitíkin er skepna sem hefur illt orð á sér fyrirfram. í þessari grein er með ýmsum dæmum og röksemdum hafnað kenningunni um „ofbeldi kommúnista“ við rithöfunda. En vel má viðurkenna, að um all- langt skeið hafi pólitískir bakþankar leynt og ljóst gerst helst til frekir í ís- lensku bókmenntalífi. Ofvöxtur sem einatt hljóp í pólitíska flokkadrætti í landinu gat verið niðurlægjandi fyrir bókmenntir eins og marga aðra starf- semi. Pólitískir fordómar gátu t.d. orðið til þess að menn misstu af bókum sem þeir hefðu betur haft með í farteskinu á sinni lífsreisu. Ungum mönnum og róttækum af minni kynslóð datt varla í hug að opna bækur eftir menn sem höfðu jafh aumar skoðanir á tilverunni og Hagalín eða Kristmann. Og fjölmargir skólabræður okkar bókhneigðir neituðu að lesa Halldór Laxness vegna þess að þeim hafði verið kennt að hann færi með níð og sóðaskap um íslenska bændur, ef ekki þjóðina alla. Annað mál er að síðarnefndir fóru mik- ils á mis. En slíkar útskúfanir voru ekki eins víðtækar og margir ætla. Gunnar Gunnarsson þurfti ekki að óttast slíka höfnun, Davíð og Tómas ekki heldur að neinu ráði - og varla reyndar Jóhannes úr Kötlum eða þá Guðmundur Böðvarsson. Þegar svo kom að nýmælum eins og atómskáldskap eða nýju skáldsögunni tóku við aðrir fordómar, sem ekki voru „pólitískir“ með sama hætti og þeir sem nú var á minnst. Ofríki pólitískra viðhorfa gat verið erfitt fyrir rithöfundana sjálfa, það kom vissulega í veg fyrir að sumir þeirra nytu sannmælis. En það er vafasamt að hið pólitíska stríð hafi leikið þá svo grátt sem Baldvin Tryggason heldur fram í viðtali, sem fyrr var til vitnað, en þar segir hann: „Margir rugluðust TMM 2000:3 malogmenning.is 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.