Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 19
STÓRSKÁLD OG SMÁÞJÓÐ EIGAST VIÐ bókhald, verslunarrétt og vörufrœði á meðan verið er að melta borg eins og Kaupmannahöfn ...“ Smám saman flosnaði William upp úr þeim skóla og komst í „vondan félagsskap“ sem vandi komur sínar „á þann vafasama skemmtistað Alhambra til að drekka Svensk Banco eða sloka í sig ískalt sérrí- brandígegnum strá, eigurþeirra voru allar ígeymslu hjá veðlánurum, þœr sem ekki voru þá komnar til skransalanna, ogskyrturnar mínar, vestin og brœkurn- arfóru sömu leið, yfirhöfnin líka áður en lauk.“ Þórshafnarpilturinn er orðinn bóhem í heimsborginni, farinn að læra á lútu og vorið 1917 birtast fyrstu ljóðin hans í dönskum biöðum. Næstu fimmtán árin er hann meira og minna í Kaupmannahöfn við skáldskapariðju, blaðamennsku og bóhemlíf. Af síðari verkum hans má ráða að hann er þrautkunnugur straumum evrópískra samtímabókmennta. Vafalaust hefur hann líka verið að leggja grunninn að þeirri þekkingu á Kaupmannahafnarárunum. Árið 1932 snýr William Heinesen heim til Þórshafnar með fjórar útgefnar ljóðabækur að baki. Upp frá því er skáldsagnagerð og málaralist hans aðalvið- fangsefiii, en brauðstritið á kontórnum hjá föður hans tekur líka sinn toll ffaman af. Árið 1934 kemur eldri gerðin af sögunni 1 morgunkulinu, sem varð algjört fiaskó og seldist ekki einu sinni fyrir kostnaði (en hann endurgerði þá sögu 1961, og þá tókst betur til bæði listrænt og líka í sölu, en sjálfúr tek ég þessa bók jafnvel fram yfir Glataða snillinga). Með tímanum tekur hann síðan við forræðinu á verslunarrekstri föður síns sem entist honum til viðurværis eitthvað ff am yfir seinna stríð. Heyrt hefi ég gamla Þórshafnarbúa tala um fá- tæktarbasl á skáldinu um það bil sem kaupmennskunni lauk, en seinustu árin gáfu bækurnar og skáldalaunin honum ríflegt viðurværi. Frá kaupmannsárunum minnast Þórshafnarbúar hans sem hins verslandi bóhems og kunna af því margar skemmtilegar sögur. En nú má ég ekki gleyma mér í æfisöguatriðum. Það er skyldurækni skáldsins við seglið fljúgandi sem ég var að ræða. Tryggðin við tveggja heima sýnina. Kaupmannssonurinn alþýðlegi, Þórshafharstrákurinn í Kaupmannahöfn og svo hinn verslandi Þórshafnarbóhem, sósíalisti og músíkant eru til vitnis um þessa áráttu sem líkist einna helst forlagadómi. Undan slíku hefur margur að vísu brotnað. En þegar við hugsum um það að meira en hálfa öld sat þessi mikli Færey- ingur þarna efst við Varðagötuna og hafði sögusvið sitt eins og lifandi módel á vinnuborði sínu hvenær sem honum varð litið út um gluggann, horfði á föðurtúnin með augum móðurmáls síns, dönskunnar sem hann skrifaði, þá skiljum við að tveggja heima sýn er forsenda mikils skáldskapar. TMM 2000:3 malogmenning.is 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.