Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Side 21
STÓRSKÁLD OG SMÁÞJÓÐ EIGAST VIÐ Pólarnir í verkum hans eru Þórshöíh annars vegar og sjálfur Kosmos hins vegar, tíminn í dag andspænis eilífðinni. Aldrei nokkurn tíma dettur hann í þá gildru sem margir okkar stóru höfunda (þó ekki Gunnar Gunnarsson) hafa því miður oft gert að sjónarmiði sínu: Verstöðin ísland andspænis „hin- um stóra heimi". Stundum finnst mér að þessi arfur nægjuseminnar í vali andstæðnanna sé að fara með nútímabókmenntirnar hér í svaðið og gera þær að einhverjum dauðans lífsháskalausum heimskra manna ráðum, sem dingla sér á milli vanmetakenndar og innantóms hroka, sem vitaskuld eru ekki heldur neitt risavaxnar andstæður. Vonandi leyfist mér að bera þannig „stórveldið11 ísland saman við „litla bróður Færeyjar“ án þess að falla í gildruna sjálfur, því hitt er engum vafa undirorpið að seglið fleyga kemur líka hér við til að landa einni og einni skáldspíru engu síður en í Færeyjum. En hver var hann þessi Heinesen? Þegar ég fyrst hitti William augliti til auglitis, í nóvember árið 1976, var liðin slétt vika ff á því að Þórshafnarbær og færeyska menntamálaráðuneytið höfðu skipulagt fagnað til heiðurs þrem virtustu rithöfundum eyjanna - þeim Heðin Bru, Christian Matras og Heinesen, sem allir voru þá orðnir 75 ára gamlir. Verk tveggja þeirra fyrst nefndu höfðu verið gefin út í Færeyjum nokkurn veginn jafn óðum og þau voru skrifuð. En færeyskar þýðingar á nokkrum skáldsagna Williams Heinesens komu einmitt út í tilefni af 75 ára afmælinu. Voru það fyrstu útgáfur verka hans á því máli - eins og fyrr var sagt. Slík hafði þolinmæði Færeyinga gagnvart skáldinu verið. En við þessar kringumstæður varð frelsi skáldsins til að skrifa um landa sína meira en höfundar smáþjóða eiga að venjast. Og William notaði það ffelsi svo rækilega að vel mátti hann treysta heiftarhug þeirra til hinstu stundar. Enginn höfundur, sem ég þekki, hefur gengið nær þjóð sinni á því sviði. Fagnaðurinn, sem ég minntist á, hafði verið haldinn daginn áður en ég kom til eyjanna og staðið ffá því klukkan 6 á laugardagskvöldi tU hádegis daginn eftir, eins og færeyskar veislur plaga að gera með svignandi matborðum og drykk eins og hver gat í sig látið. Þar voru skáldin hyllt í ótal fögrum orðum fjöl- margra ræðumanna og vitaskuld lét enginn ræðumanna þess ógetið að nú væri WiUiam orðinn heimsffægur höfundur, enda voru bækur hans þá þegar farnar að birtast á hinum og þessum tungumálum bæði austan hafs og vestan. Strax á sunnudeginum iðaði bærinn af þjóðsögum um skáldaveisluna miklu nóttina áður. Eitt tímaritsheft i hrykki skammt til að skrásetja þá sagnaflóru, en ég get þó ekki stillt mig um að segj a hér eina, sem heimildamaður minn kallaði, að vísu, kraftaverkasögu. Enda fullyrti hann að að það hefði aldrei gerst fyrr að TMM 2000:3 malogmenning.is 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.