Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 40
ODDVÖRJOHANSEN
Hún er of fjörug. Einhvers konar húslegt uppeldi væri æskjandi; ff ískt loft og
mikill fiskur gætu hugsanlega snúið hugsunum hennar frá ungu mönnun-
um og öðrum freistingum Kaupmannahafnar.
Já, Þórshöfn mun koma að gagni og róa þetta fjöruga lundarfar. Hún veif-
ar glaðlega til frænda og frænku á bryggjunni og kemur auga á ungan mann
sem stendur við hlið þeirra. Þetta er meðalhár sveinn með dökkt liðað hár.
Allt í einu þekkir hún aftur frænda sinn sem er einu ári eldri en hún. Hann
hefur stækkað frá því hún sá hann síðast.
Þau heilsast og augu þeirra mætast. Á því augnabliki slær eldingu niður.
Skyndilega skiptir ekkert annað máli; frændi og frænka, bryggjan og mann-
hafið. Ljóshærða stúlkan hefur fundið sinn andlega tvíbura og ef til er eitt-
hvað sem heitir ást við fyrstu sýn þá er það þetta.
Þetta gæti verið upphafið að skáldsögu. En það er það ekki. Þetta er upp-
hafið að sögn Williams Heinesens.
Hið ljósa man af skipinu er konan sem Willam náði síðar svo nánu og gef-
andi sambandi við. Amma hans. Hin „rómantíska“ amma sem hann síðar
lýsti í mörgum bóka sinna. Þau eiga einfaldlega skap saman.
Fyrstu sautján ár ævinnar ólst hún upp á menningarsinnuðu, borgaralegu
heimili í Kaupmannahöfn - nálægt Kóngsins Nýjatorgi. Það má segja að hún
hafi alist upp á áhorfendabekkjum Konunglega leikhússins; og faðir hennar,
skósmiðurinn Jörgen-Frantz Jacobsen (sá eldri) sá til þess að börnin nutu
góðar menntunar og tónlistarkennslu.
Nú stóð þessi skapmikla unga stúlka skyndilega í Þórshöfn, lostin eldingu
ástarinnar sem varð ástæða þess að hún átti aðeins tvisvar sinnum effir að
koma aftur til Kaupmannahafnar á sinni löngu ævi.
Tengdafaðir hennar og frændi, Restorff kaupmaður, var raunsær og ein-
rænn maður. Þetta samband féll honum í geð líkt og hanski að hendi. Unga
fólkið var gefið saman í skyndi og smám saman gat hann lokkað foreldra
ungu brúðarinnar, ásamt börnum þeirra og fjölda annarra meðlima fjöl-
skyldunnar, til Þórshafnar, þar sem þau settust að og þrifust prýðilega.
Unga stúlkan frá Kaupmannahöfn varð kaupmannsfrú og eignaðist í tím-
ans rás níu börn. Tvö þeirra giftust aldrei, en hin sjö giftust öll Færeyingum.
Sophia Helene, en það var nafn hennar, réði ríkjum í stássstofunum og við
píanóið þar sem hún ráðskaðist með jafnt gáfuð sem tornæm börn bæjarins.
Ebba sá um heimilisreksturinn. Reyndar var þessi Ebba ráðin sem þjónustu-
stúlka, en í raun og veru var það hún sem var húsmóðirin og hæstráðandi í
eldhúsinu og barnaherbergjunum og hún bjó á heimilinu til dauðadags.
Amma Williams hafði komið með fjársjóð í farangrinum til Færeyja. Fjár-
sjóð sem að mínu mati er ómetanlegur og verður ekki mældur á neinni
mælistiku. Ég er að tala um brennandi áhuga og ást á hvers konar listum.
38
malogmenning.is
TMM 2000:3