Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 62
GYRÐIR ELÍASSON staf og kom eftir öðrum stíg en ég hafði þrætt. Hann var í dökkblárri ull- arpeysu og með gráa prjónahúfu. Andlitið var veðurbitið. Ekki beinlínis óvenjulegt, en svipsterkt. „Sjómaður,“ hugsaði ég strax. „Sennilega á leið að minnismerkinu um félaga sína hérna ofar í garðinum.“ Hann fór samt ekki upp slóðann sem lá þangað, heldur staðnæmdist við tjörnina. Hann virtist ekki hafa séð mig og mér sýndist á öllu að hann mundi vera mjög nærsýnn. „Af hverju er hann þá ekki með gleraugu?“ hugs- aði ég, því ég reyni alltaf að hugsa rök- rétt. Svo fór ég að áætla hvað væri hægt að búa til marga göngustafi einsog hann var með úr barrtrénu á bak við mig. Ég komst ekki að neinni niðurstöðu og hætti að velta því fyrir mér. Gamli maðurinn horfði á endurnar synda hringina sína. Síðan dró hann tvær brauðsneiðar upp úr vasanum og henti út á vatnið. Fuglarnir trufluðust í hringferlinu, og sóttu nú inn að miðju þar sem brauðsneiðarnar flutu. Það var eitthvað við þennan gamla mann sem vakti hjá mér áhuga. Ég stóð á fætur og nálgaðist hann. Þegar ég var kominn alveg upp að honum leit hann um öxl. Augun í honum voru merkilega björt þótt hann sæi kannski ekki vel. Ég ákvað að reyna að spjalla við hann nokkur orð á dönsku. Fær- eysku gat ég ekki talað, og bar ekki fyrir mig eigið mál, þótt gamlir Fær- eyingar tali sumir íslensku. Ég er fádæma slakur í dönsku. Einmitt á þessu þingi hafði ég verið að segja dönskum starfsbróður mínum af sameiginlegum kunningja okkar sem hafði nýlega gift sig. Dananum skildist að það hefði verið eitrað fyrir hann, og brá illa. „Góðan dag,“ sagði ég við gamla manninn. Hann tók hlýlega undir. „Þetta er skemmtilegur garður,“ sagði ég. Mér datt ekkert annað í hug. Hann mótmælti því ekki. Eftir andartak spurði hann hvaðan úr William að gefa fuglum. Teikning eftir son hans Zacharias Heinesen. 60 malogmenning.is TMM 2000:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.