Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 32
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR 2. Sjónarhornið þrengist, færist frá hinu almenna til hins einstaka, og athygl- inni er beint að einu húsi og átökum þess við storminn. Þessi hluti textans er sérlega áhugaverður hvað myndmál snertir, eins og komið verður að síðar. 3. Sjónarhornið víkkar aftur, beinist frá hinu einstaka húsi og að fólkinu í Samkomuhúsinu. Þar er verið að dansa færeyskan hringdans og kvæða- mennirnir kveða um „austurindíufarið Norska Ljónið, sem brotnaði í spón við strendur Færeyja í ofsalegu þrumuveðri, og fitjuðu síðan upp á dapurlegri og ljúfsárri frásögn af kóngssyninum ffá Englandi, sem fórst á gullskreyttri gnoð undan Jótlandsströndum“ (11). Hér sést hvernig sér- hvert smáatriði ffásagnarinnar kallast á við annað efni hennar. 4. Þá er sjónarhorninu beint að gömlu saumakonunum tveimur, þær eru kynntar og lögð er áhersla á það sem er líkt með þeim og það sem er ólíkt. Saga Þöngla-Önnu er sögð og greinilegt er að sögumaður hefur samúð með henni og er viðhorf hans gagnstætt „almenningsálitinu“. 5. Þá er komið að sögu Símons-Önnu. Ástarsaga hennar er í ætt við þjóð- sögu, þetta er „larger than life tale“; saga um það hvernig syndir feðranna bitna á börnunum. Sögumaður lýsir því á hversu ólíkan máta þau Anna og Páll bregðast við ógæfu sinni og sorg - og hefur það mikið með kynferði og kynjamun að gera. I þætti Páls kemur auk þess glöggt ff am sú alþekkta skoðun Heinesens að trúarhiti sé oftast afleiðing af óhamingju af ein- hverju tagi. 6. Hér er lýst umhyggju Þöngla-Önnu fyrir Símons-Önnu; hvernig hún reynir sjálf að bjarga vinkonu sinni út úr húsinu og síðan hvernig þeim báðum er bjargað. Þöngla-Anna er borin í hús erkióvinarins, elju sinnar Rósu Janniksen, en Símons-Anna lendir í húsi konsúlsins. 7. Hér er lýst draumkenndri upplifún Símons-Önnu á veru sinni í húsi konsúls- ins og eiginkonu hans, ffú Hansen. Ríkidæmið og birtan sem hún átti ekki að venjast á sínu eigin heimili villa henni sýn og hún er þess fullviss um að hún sé komin til himnaríkis, til himneskra endurfunda við Pál, og deyr sæl. 8. Aftur beinist sjónarhornið að heimili Rósu Janniksens og hvernig hún nær sér niður á elju sinni, sem varnarlaus er borin í hús hennar, með guðs- orði og prédikunum sem taka á sig blæ særinga, öllu heldur, í yfirhituðu eldhúsinu. Þessi hluti endar með því að Þöngla-Anna yfirgefur heimili Rósu, henni til nokkurrar skapraunar. 9. Hér er komið að niðurlögum sögunnar. Sjónarhornið víkkar aftur og lýst er veðri og umhverfi daginn eftir storminn. Ibúar Þórshafnar eru að leita Þöngla-Önnu og finna að lokum „limlest og hreinþvegið lík [hennar] í sjálfheldu milli tveggja klappa í lítilli vík við ströndina“. (20) 30 malogmenning.is TMM 2000:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.