Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 32
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR
2. Sjónarhornið þrengist, færist frá hinu almenna til hins einstaka, og athygl-
inni er beint að einu húsi og átökum þess við storminn. Þessi hluti textans
er sérlega áhugaverður hvað myndmál snertir, eins og komið verður að
síðar.
3. Sjónarhornið víkkar aftur, beinist frá hinu einstaka húsi og að fólkinu í
Samkomuhúsinu. Þar er verið að dansa færeyskan hringdans og kvæða-
mennirnir kveða um „austurindíufarið Norska Ljónið, sem brotnaði í
spón við strendur Færeyja í ofsalegu þrumuveðri, og fitjuðu síðan upp á
dapurlegri og ljúfsárri frásögn af kóngssyninum ffá Englandi, sem fórst á
gullskreyttri gnoð undan Jótlandsströndum“ (11). Hér sést hvernig sér-
hvert smáatriði ffásagnarinnar kallast á við annað efni hennar.
4. Þá er sjónarhorninu beint að gömlu saumakonunum tveimur, þær eru
kynntar og lögð er áhersla á það sem er líkt með þeim og það sem er ólíkt.
Saga Þöngla-Önnu er sögð og greinilegt er að sögumaður hefur samúð
með henni og er viðhorf hans gagnstætt „almenningsálitinu“.
5. Þá er komið að sögu Símons-Önnu. Ástarsaga hennar er í ætt við þjóð-
sögu, þetta er „larger than life tale“; saga um það hvernig syndir feðranna
bitna á börnunum. Sögumaður lýsir því á hversu ólíkan máta þau Anna og
Páll bregðast við ógæfu sinni og sorg - og hefur það mikið með kynferði
og kynjamun að gera. I þætti Páls kemur auk þess glöggt ff am sú alþekkta
skoðun Heinesens að trúarhiti sé oftast afleiðing af óhamingju af ein-
hverju tagi.
6. Hér er lýst umhyggju Þöngla-Önnu fyrir Símons-Önnu; hvernig hún
reynir sjálf að bjarga vinkonu sinni út úr húsinu og síðan hvernig þeim
báðum er bjargað. Þöngla-Anna er borin í hús erkióvinarins, elju sinnar
Rósu Janniksen, en Símons-Anna lendir í húsi konsúlsins.
7. Hér er lýst draumkenndri upplifún Símons-Önnu á veru sinni í húsi konsúls-
ins og eiginkonu hans, ffú Hansen. Ríkidæmið og birtan sem hún átti ekki að
venjast á sínu eigin heimili villa henni sýn og hún er þess fullviss um að hún sé
komin til himnaríkis, til himneskra endurfunda við Pál, og deyr sæl.
8. Aftur beinist sjónarhornið að heimili Rósu Janniksens og hvernig hún
nær sér niður á elju sinni, sem varnarlaus er borin í hús hennar, með guðs-
orði og prédikunum sem taka á sig blæ særinga, öllu heldur, í yfirhituðu
eldhúsinu. Þessi hluti endar með því að Þöngla-Anna yfirgefur heimili
Rósu, henni til nokkurrar skapraunar.
9. Hér er komið að niðurlögum sögunnar. Sjónarhornið víkkar aftur og lýst
er veðri og umhverfi daginn eftir storminn. Ibúar Þórshafnar eru að leita
Þöngla-Önnu og finna að lokum „limlest og hreinþvegið lík [hennar] í
sjálfheldu milli tveggja klappa í lítilli vík við ströndina“. (20)
30
malogmenning.is
TMM 2000:3