Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 95
HARRY POTTER TÖFRAR HEIMINN fyrsta lagi að skapa áhugaverðar persónur, í öðru lagi að setja þær í háskalega aðstöðu og í þriðja lagi að láta úrlausnina vera óljósa eins lengi og hægt er. Þetta er einföld regla en það er ekki sama hvernig þessi þrjú atriði eru sett saman. Rowling gerir það á óviðjafnanlegan hátt og kryddar samsetninguna með góðu málfari, fjörlegum lýsingum, litríku myndmáli og góðum húmor. Hún hefur sérstakan hæfileika til að skapa lifandi persónur, og lesandanum finnst hann þekkja Harry Potter, Ron Weasley, Hermione Granger og Draco Malfoy inn að beini. Þau hafa öll sína kosti og galla í hæfilegum skömmtum (nema Malfoy, sem hefur töluvert meira af því síðarnefna). Fyrirferðarmikli veiðivörðurinn Hagrid ætti einnig að standa hverjum lesanda ljóslifandi fyr- ir hugskotssjónum, fljúgandi um næturhimininn á mótórhjólinu sínu. Vernon og Petunia Dursley og sonur þeirra, Dudley, eru nokkuð einsleitar persónur - þau eru nánast stöðnuð ímynd um hina vondu stjúpforeldra og feita, dekraða einkabarnið - en sem slík ýta þau undir félagslega einangrun Harrys í heimi Mugganna. Voldemort, sem er svo illur að ekki má nefna hann á nafn, fylgir að sama skapi nokkuð staðlaðri ímynd illmennisins, en hann hefur líka hlutverki að gegna: að vera myrkasta valdið í heimi þar sem myrkravöldin eiga auðvelt uppdráttar, og verður því að vera gegnsýrður af illsku. J. K. Rowling sagði í viðtali að hún vildi sýna hann eins illan og mögu- legt væri, og til þess gerði hún hann að morðingja. Þessar einstöku persónur, ásamt öðrum sem eru ekki síður áhugaverðar, lenda í flókinni atburðarás. Rowling lætur Harry Potter lenda í hverjum háskanum á fætur öðrum og lesandanum léttir hrikalega þegar hann er hólpinn - en veit um leið að þetta er bara áfangi, þar sem leiðarendinn er ekki í sjónmáli. Það sem heldur spennunni gangandi er að á ævintýrum Harrys fæst enginn endir fyrr en annar hvor þeirra Voldemorts liggur í valnum. Mörgum rithöfundinum hefur reynst erfitt að lýsa einhverri fáránlegri hugmynd þannig að lesandinn leggi ekki frá sér bókina með yfirlýsingu um að lestur hennar sé tímasóun. Hverja hugmynd þarf að kynna innan ramma einhvers sem þekkt er og síðan getur höfundurinn leyft sér að fara á flug - fjarstæðurnar verða þannig trúverðugar. Hogwartskóli er til dæmis ekki frábrugðinn venjulegum heimavistarskóla, þar sem nemendur sofa á heima- vist, borða í matsal og sækja tíma hjá kennurum ásamt hinum nemendun- um. Til þess að fara á milli þurfa nemendur að ganga um stiga og í gegnum dyr eins og í hefðbundnum skóla, en eiginleikar þeirra eru aðrir en við þekkj- um til: Það voru hundrað fjörutíu og tveir stigar í skólanum. Sumir voru breiðir og bogadregnir, aðrir mjóir og hrörlegir. Nokkrir þeirra lágu í mismunandi áttir allt eftir því hvaða vikudagur var og á öðrum voru TMM 2000:3 malogmenning.is 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.