Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 71
„OFBELDI KOMMÚNISTA VIÐ BORGARALEGA RITHÖFUNDA“ túlkun samtíðarinnar gengu þvert á þau viðhorf sem vinstrimenn héldu á lofti. Öðruvísi gat ekki farið eins og allt var í pott búið. Guðmundur Hagalín var sem fyrr segir ómildur í máli við ungan og rót- tækan höfund, Ólaf Jóhann Sigurðsson, sem hann taldi hafa svikið gott upp- lag með því að ganga á hönd kommúnískri villu og taka sér fyrir hendur í skáldsögu „að sletta ræsalegi og götuleðju á sér ókunnugt og að mestu óskilj- anlegt fólk og mála svörtu yfir grátt í ásýnd tilverunnar.“14 í bókapistlum í tímaritinu Jörð blandar hann saman með undarlegum hætti pólitískri og bókmenntalegri íhaldssemi: þar notar hann skáldsöguna „Sölvi" eftir séra Friðrik Friðriksson til að flengja þá sem „rjúka upp og herma effir hverskon- ar skrípalæti og asnastrik erlendra listdútlara“ - er þeim „piltum á órólegu deildinni“ ráðlagt að lesa hinn kristilega reyfara séra Friðriks sér til sálubót- ar.15 Kristmann Guðmundsson er einatt á buxum í sama lit. Til dæmis þegar hann sem aðalbókmenntagagnrýnandi Morgunblaðsins heilsar ungum höf- undi, Geir Kristjánssyni, með því að kenna sögur hans við “lortens mystik,“ dulspeki óþrifanna” og bætir við þessari útleggingu: “Þess háttar skáldskap- ur hefur um langt skeið verið hátt hampað af þeim niðurrifsöflum sem hafa þann starfa að vilja eyðileggja vestræna menningu. En nú hafa heilbrigðir bókmenntamenn um allan hinn frjálsa heim risið gegn þessum óþrifnaði.” (Mbl. 6.05.1957) Eða þegar hann í Heimsbókmenntasögu sinni hamaðist með sleggjudómum um “raunsæisöskrara og efhishyggjuhoppara” gegn því sem honum var ekki að skapi í bókmenntum heimsins á öldinni.16 Guðmundur Hagalín gaf árið 1938 út skáldsöguna um Sturlu í Vogum: hún fjallar um einyrkja sem á í harðri lífsbaráttu en herðist í hverri raun og reynist sigursæll að lokum fyrir sakir hetjuskapar og heppni. Höfundur varð fyrir þeim ósköpum að varla hefur nokkur skáldsaga orðið fýrir öðru eins lofi: háskólarektor kallaði hana meistaralegt snilldarverk, Ólafur Thors ráð- herra kom í útvarpið á fúllveldisdaginn l.desember og líkti verkinu við skáldskap Jónasar Hallgrímssonar og höggmyndir Einars Jónssonar og segir að í þessu meistaraverki “streymir fram hinn sanni og ómengaði fullveldis- mjöður“ sem hverjum Islendingi „er hollt að bergja af.“17 Ekki gat farið hjá því að menn færu að bera þessa skáldsögu saman við aðra nýútkomna ein- yrkjasögu, Sjálfstætt fólk, þar sem einyrkinn Bjartur í Sumarhúsum bíður ósigur í sinni grimmu lífsbaráttu þótt aldrei skorti hann dugnað né hetjulegt hugarfar. Ekki síst vegna þess að flestir aðrir en nokkrir róttæklingar samein- uðust í heiftarlegum árásum á Halldór Laxness - og í miklu lofi um Hagalín. Menn hlutu að draga þá ályktun að allur þessi gauragangur þýddi að „þeir sem með völdin fóru á landi hér“ (Steinn Steinarr) þyrftu og vildu skapa skáld „á móti Halldóri Kiljan Laxness.“ (Kristinn E. Andrésson) Skáldsögu TMM 2000:3 malogmenning.is 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.