Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 73
OFBELDI KOMMÚNISTA VIÐ BORGARALEGA RITHÖFUNDA V En það sem öðru fremur hefur hleypt illu blóði í marga vinstrimenn í garð Guðmundar Hagalíns og Kristmanns var sú staðreynd að þeir voru alls ekki „í ónáð af pólitískum ástæðum“. Þeir voru þvert á móti í mikilli náð póli- tískra valdhafa. Bókmenntastríðið var nefnilega ekki nema að nokkru leyti háð með orðsins brandi, í ritsmíðum sem við getum nú skoðað og dæmt um í ljósi reynslunnar. Ef til vill hófðu róttæklingar betur í ritdeilum - en þeir höfðu hvorki mikil fjárráð né pólitísk völd sem mestalla okkar öld hafa óspart verið notuð til að verðlauna menn fyrir stuðning og lokka þá til fylgis. Halldór Guðmundsson, útgáfustjóri Máls og menningar, orðar þetta svo í viðtali við Lesbók Morgunblaðsins (14.07.1997) og hefur reyndar í huga tímann allt til 1980: Sjálfsagt hefur stór hluti málsmetandi íslenskra rithöfunda skipað sér vinstra megin í þessum átökum en svo getur maður líka sagt að á hinn bóginn sátu hægri menn við stjórnartaumana og réðu fjármagninu; átökin milli þeirra sem réðu orðræðunni annars vegar og hinna sem höfðu peningaleg og stjórnmálaleg völd urðu örugglega mjög hörð. Vinstrimönnum var einatt refsað af þeim sem fóru með úthlutunarvald: eft- ir rimmuna um Bjart í Sumarhúsum og Sturlu í Vogum voru skáldalaun til Halldórs Laxness lækkuð úr 5000 krónum í 1800 - en Guðmundur Hagalín fékk þá 3000 krónur. Þetta er einna frægasta dæmið af þeim pólitísku hvell- um sem urðu svo til árlega áratugum saman út af úthlutun listamannalauna og minntu á þá einföldu staðreynd að það var lítil veraldleg hagsýni í því að halla sér til vinstri í tilverunni. Á hinn bóginn var höfundum sem voru „til þægðar þeim sem með völdin fóru“ umbunað með bitlingum. Menntamála- ráðherra fól Kristmanni Guðmundssyni að annast kynningar á bókmennt- um í skólum landsins og það þótti ekki síst ungum skáldum fráleit ráðstöfun eins og skýrt kom fram í helsta málgagni þeirra, tímaritinu Birtingi - lauk þeim ýfingum með allfrægum málaferlum árið 1964 er Kristmann stefndi Thor Vilhjálmssyni fyrir meiðyrði. Birtingsmenn og fleiri höfðu það ekki síst til síns máls hve illa hafði til tekist með þá Heimsbókmenntasögu sem Krist- manni hafði verið falið að skrifa fýrir ríkisforlag Menningarsjóðs. En þar reyndist Kristmann fullur fordóma í garð margra þeirra höfunda sem mest höfðu lagt til endurnýjunar bókmennta á öldinni: Kafka, Eliot, Joyce, Faulkner og fleiri taldi hann „ofmetna“ fyrir „óskiljanleg" verk sín sem að- eins „bókmenntasnobbar og fífl mæltu bót.“ 26 Guðmundur Hagalín naut svipaðrar fyrirgreiðslu. „Litið var á Hagalín sem brjótsvörn borgaralegra viðhorfa. Bjarni Benediktsson fól honum að hafa tilsjón með almennings- TMM 2000:3 malogmenning.is 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.