Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 74
ÁRNl BERGMANN bókasöfnum; skipaði hann bókafulltrúa ríksins.“27 - segir Erlendur Jónsson og fer ekki á milli mála hvert samhengi þessi meðgagnrýnandi Hagalíns á Morgunblaðinu sér á milli skoðana og embættis. Mál og menning hafði heldur ekki það „ægivald“ sem réði því hvort rit- höfundar fengju handrit sín út gefin. Fyrirtækið hafði lengi vel ekki bolmagn til þess að gefa út nema fáeinar bækur á ári og var gagnrýnt af yngri rithöf- undum fýrir að sinna þeim ekki eins og skýrt kemur fram bæði í tímaritinu Birtingi og síðar í endurminningum Jóns Óskars skálds.28 I reynd áttu ís- lenskir höfundar mest undir Ragnari í Smára, útgáfa hans, Helgafell, gaf út langsamlega mest frumsaminna íslenskra skáldverka - þar voru bæði Hall- dór Laxness og Tómas Guðmundsson, Þórbergur og Davíð Stefánsson og þorri nýliða. Möguleikar Máls og menningar voru takmarkaðir m.a. vegna þess að í tvígang voru stofnuð mikil útgáfufyrirtæki til höfuðs hinum rauða menningarháska sem félagið þótti vera. í fýrri lotu var efnt til mikillar bókaútgáfu á vegum Menningarsjóðs og Þjóðvinafélags sem Jónas frá Hriflu, þá formaður Menntamálaráðs, átti frumlcvæði að árið 1940 og dró ekki dul á að nú skyldi pólitísku afli þriggja flokka og peningum ríkisins beitt til að bjóða betur en bókaklúbburinn Mál og menning. Þetta var hörð glíma og erfið: ríkisforlagið bauð sjö bækur ár- lega fyrir svipað árgjald og Mál og menning gat ekki boðið nema þrjár bækur fýrir, og hafði smalað 10-12 þúsund áskrifendum meðan Mál og menning hafði 5-6000. Ekki gott að vita hvernig farið hefði ef Jónas frá Hriflu hefði ekki hamast svo mjög bæði gegn kommúnisma og svo flestum nýmælum í bólunenntum og listum að hann bjó í raun til bandalag helstu atkvæða- manna í menningarlífi, hvort sem þeir voru til vinstri eða hægri. Þeir töldu sig, eins og mjög greinilega kom fram í tímaritinu Helgafell, sem þeir Tómas Guðmundsson og Magnús Ásgeirsson ritstýrðu, þurfa að standa saman gegn pólitískum ofstopa. Þetta bandalag varð auðveldara vegna ástands heims- mála - allir voru bræður gegn Hitler á þessum heimsstyrjaldarárum og innanlands settust Sjálfstæðismenn og Sósíalistar saman í nýsköpunar- stjórn.29 Seinni atlagan kom svo þegar Almenna bókafélagið var stofnað á miðjum sjötta áratugnum og átti vafalaust að hnekkja „ægivaldi“ vinstrimanna í menningarmálum. Baldvin Tryggvason segir frá því í viðtali sem áður var um getið (Mbl. 27.04.1997) að hann hafi sem framkvæmdastjóri AB fyrst og fremst viljað gefa út góðar bækur eftir höfunda „hvar í flokki sem þeir væru“ en það hefði ekki gengið eftir. Margir höfundar hefðu óttast svo „ónáðina frá vinstri" að þeir hefðu ekki þorað að gefa út verk sín hjá AB - nefnir hann meðal annars Sverri Kristjánsson sagnfræðing sem ekki hafi árætt að vinna verk fyrir AB af ótta við ákúrur frá rauðum vinum sínum. Af hverju stafaði 72 malogmenning.is TMM 2000:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.