Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 68
ÁRNl BERGMANN IV Sú hneigð að hampa samherjum og vinum en hallmæla andstæðingum gat orðið grimm, en á henni voru margar gloppur. Auðvitað mátti finna marga „hægrimenn“ sem dáðust að Halldóri, Þórbergi, Jóhannesi úr Kötlum og fleiri rauðum pennum. Og auðvitað kunnu vinstrisinnar vel að meta margt hjá „borgaralegum“. Það segir sig sjálft að margt annað en hegðun manna í kjörklefa, trú eða andúð á sósíalisma, ræður viðbrögðum þeirra sem lesenda. Lesendur og gagnrýnendur hafa aldrei staðið með sínum mönnum með sama hætti og flokksdagblöð stóðu með sínum þingmönnum, þar er drjúgur munur á. Skoðum í því ljósi nánar hvað það var sem ýmiskonar rauðir pennar létu á prent um borgaralega rithöfunda. Gunnar Gunnarsson til dæmis, hann var stundum minntur á það í Þjóð- viljanum um skeið (kringum 1955) að hann hefði fýrir stríð verið nokkuð svo hallur undir Þýskaland Hitlers - rétt eins og Halldór Laxness var minnt- ur í öðrum blöðum á lof sitt um Stalín í Gerska ævintýrinu og Jóhannes úr Kötlum á kvæði hans um óskalandið Sovét-ísland. En þetta gerðist einna helst í þjarki um austrið og vestrið og frelsið. Skáldsögur Gunnars voru í reynd utan við ámæli eða óskhyggju vinstri manna um það hvernig skáld- sögur þeir vildu helst lesa. Halldór Laxness þýddi Fjallkirkjuna á íslensku, og „hinn rauði páfi“, Kristinn E. Andrésson, þreyttist aldrei á að lofa það verk og fleiri sem einhver helstu bókmenntaafrek íslendinga. „Gunnar Gunnarsson er ffægðarhugsjón íslendinga holdi klædd“ segir Kristinn í grein um Gunnar árið 19495 - munar litlu á þeim orðum og þeim eftirmælum Davíðs Odds- sonar um Halldór Laxness að hann hafi verið „stórveldisdraumur lítillar þjóðar.“ Kristinn tekur aldrei undir nasismadylgjur um Gunnar og tekur líka upp hanskann fyrir hann gagnvart mönnum sem þótti miður að hann skyldi hafa skrifað helstu verk sín á dönsku. Kristinn reyndi ekki að eigna sér Gunn- ar - í langri grein sem hann skrifar skömmu fýrir andlát sitt (1973) leggur hann áherslu á að Gunnar verði ekki kallaður borgaralegur og því síður sós- íalískur höfundur, heldur maður sem í verkum sínum metur fólk hvorki eff ir stöðu né auðlegð heldur eftir „mannkostum einum“ og þiggur sjálfur styrk af þeim „lífsvilja sem er ódauðleiki mannsins" og nærist á nálægð íslands, náttúrunni og listinni.6 Á aldarafmæli Davíðs Stefánssonar féll Davíð Oddsson forsætisráðherra í gildru ofsóknakenningarinnar: hann sagði í blaðaviðtali að „trúaðir vinstri- menn“ hefðu talað niðrandi um skáldskap Davíðs af því að hann hefði ekki verið „meðvitaður félagshyggjumaður.“ (Alþbl. 20.01.1995). Baldvin Tryggva- son segir líka að Davíð hafi verið „rakkaður niður árum saman“ sem 66 malogmenning.is TMM 2000:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.