Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 51
„VIÐ EIGUM WILLIAM“
En ljóð Williams Heinesen eru ekki aðeins framhald og samsvörun
danskrar samtíðarljóðlistar. Þau eru líka viðbót, segir Brostrom, þegar hann
er að benda á muninn milli „01ympia“ eftir William Heinesen og ljóðanna
„En Middag" eftir Emil Aarestrup og „Ved Frokosten“ eftir Johs. V. Jensen.
Það er athyglisvert að Torben Brostrom setur líka fram hugmyndir um
hvernig lýsa megi færeysku ljóðskáldunum á 3. áratugnum.
Efst á blaðsíðunni þar sem Torben Brostrom skrifar um fyrsta ljóðasafh
Williams Heinesens stendur: „Náttúrulýsingin sem gríma hugmyndaljóða-
gerðar“, þar eð
Það er einmana draumóramaðurinn sem samsamar sig við dimmt og
kalt færeyskt landslagið. Að því er virðist eru þetta náttúrulýsingar, en
meirihluti ljóða Williams Heinesen er dulbúið hugmyndaljóð.
Dansk Litteraturhistorie, bd. 4,1967, bls. 102.
Það er expressjóníska ljóðagerðarstefnan sem kom að sunnan og lét að sér
kveða á Norðurlöndum á 3. áratugnum. Expressjóníska ljóðagerðin hafði
m.a. í för með sér að orðin voru hlaðin annarri merkingu, landslagið varð
ótvíræð mynd af lýríska sjálfinu.
Þeir sem þekkja til skáldskapar Cristians Matras og Rikards Long sjá undir
eins að þetta auðkenndi nýja færeyska ljóðagerð á 3. áratugnum. Lýsingin á
náttúruljóðagerð í gervi hugmyndaljóðagerðar bregður líka ljósi á færeyska
skáldbræður Williams Heinesen en þeir voru auðvitað líka undir áhrifum
danskrar skáldlistar, því þaðan koma flest öll áhrif til Færeyja.
Á 4. áratugnum breytir William Heinesen um stefnu eins og margir aðrir
rithöfundar. Það kom til vegna nýrra stjórnmála- og bókmenntastrauma,
t.d. sósíalisma og nýraunsæis. Torben Brostrom álítur að skáldsagan
Blæsende Gry (1934) bendi til breytingar sem átti sér stað í mörgum skáld-
verkum um þessar mundir. William Heinesen snýr baki við ljóðinu og
stjörnunum og fer í staðinn að skrifa óbundið mál þar sem hann lýsir þjóðlíf-
inu (bls.149) í Færeyjum. Þetta er ekki bara hrós og Brostrom virðist álíta að
William Heinesen hafi sett ofan:
Noatun (1938) er meira í stíl við tímann og samkvæmt kröfum hans:
Hans Kirk í færeyskri tóntegund; bls. 149.
Hann er ekki bara að eltast við nýja strauma, það liggur við að hann sé upp-
nefndur sporgöngumaður. Um listformið segir Brostrom meira um það sem
skáldsagan er ekki heldur en það sem hún er:
Heinesen hefur algerlega tekið upp hugsun og málfar alþýðunnar og
TMM 2000:3
malogmenning.is
49