Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 126
RITDÓMAR .. . búast við því að flestir mæti of seint, vera svolítið tillitslaus og áhrifagjarn, vinnusamur og hug- myndaríkur, óttast drauga á heiðum, virða hóla vegna álfanna, grjótið vegna dverganna og þessvegna selur maður ekki hvaða grjót sem er, hvort sem það hentar í byggingar eða ekki og maður hreyfir ekki við sumum hólum, hvað sem í boði er. Til að kallast Islendingur þarf maður að elska þetta land svo heiftarlega að það blæðir undan, maður þarf að muna og aldrei gleyma að þetta land á þig, og sá sem selur það hefur að eilífu glatað sál sinni, honum verður ekki einasta erfiður dauðinn heldur og eilífðin öll, tröll munu hann taka og þeyta út í ystu myrkur og [...] maður á að elska landið af sársauka (78) Þetta eru stór orð og vísast ekki allir sem geta skrifað undir þau eða þessa hitasóttarkenndu þjóðemiskennd sem mér virðist ekki vera gefin írónísk ljarlægð í textanum nema ef vera skyldi með því að eigna hana eina útlendingnum í sveitinni. Enda mætti (og má) þá spyrja hvort við séum á leiðinni að tapa þjóðerni okkar, hvort við séum að breytast úr íslendingum í eitthvað annað, einhvers konar alheimsborgara án sérkenna sem spretta af tengslum við eigin sögu, land og menningu. Því heldur að minnsta kosti Starkaður ffam í formála að fyrrnefndri héraðslýsingu þegar hann segir að sá sem ekki geti tengt sig við forfeður sína og horfin atvik geti allt eins búið hvar sem er úti í heimi og talað hvaða tungu sem er, hann eigi í raun hvergi heima (182). Að þessu leyti er Birtan á fjöllunum mjög pólitísk saga með sterka skírskotun til samtímans þótt hún gefi sig í orði kveðnu ekki út fyrir að vera það (sbr. orð sögumanns: Og mér dettur í hug að bæta nýjum þráðum í þennan sveitarvefhað minn, gefa atburðum þjóðfélagslega skírskotun, stinga á kaunum. [.../...] En þá man ég eftir ijúpnaveiðum Guð- mundar á Hömrum (171)). Lykilpersónur sögunnar hafa flestar mjög ákveðnar skoðanir um málefni sveitarinnar og liggja ekki á þeim og lesandinn þarf varla að velkjast í vafa um hvar sögumaður stendur í deilum um framfarir og tækninýjungar á kostnað náttúru landsins. Um leið ber hún nokkurn keim af rómantískum skáldskap og hugmyndum rómantíkurinnar, bæði hvað varðar náttúrurómantík, þjóðemis- hugmyndir og viðhorf til skáldskapar. í lýsingu Sams hér á undan er það landið, náttúran og skáldskapurinn sem skapa þjóðernið og lýsingin á fslend- ingnum er hin erkitýpíska og goð- sagnakennda mynd af frjálsu, en hjátrúarfullu og svolítið villtu fólki sem ber landið í sér og hefur í sér falinn vísi að snillingi. í samræmi við þetta einkennir það margar persónur sögunnar að þær eru gagnteknar af einni ákveðinni hugmynd eða tilfinningu sem heltekur þær og gerir það að verkum að þær eru nánast ekki mönnum sinnandi. Þetta rómantíska einæði rennur sérstaklega á karlana, þeir eru uppteknir af skáldskap, ýmist sínum eigin eða annarra og ýmis konar framkvæmdum eða framtíðar- áformum um uppbyggingu sveitarinnar, en konurnar eru jarðbundnari og sinna sínum daglegu störfum án þess að láta tilfinningar sínar og drauma þvælast allt of mikið fýrir sér. Þær eru á hinn bóginn stundum það sem þráhyggja karlanna beinist að, þannig er skáldið Starkaður beinlínis sjúkur af ást til Elku, hann getur ekki unnið fyrir ást og vill helst renna saman við náttúruna og breytast í gras þegar hann ræður ekki við tilfinningar sínar. Þessar miklu tilfinningar eru svo að hluta brotnar niður með írónískri fjarlægð sögumanns og annarra persóna, ekki síst 124 malogmenning.is TMM 2000:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.