Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 67
„OFBELDl KOMMÚNISTA VIÐ BORGARALEGA R1THÖFUNDA“
bófa og illræðismanna", segir virðulegur klerkur í Morgunblaðinu. Þau voru
skaðleg þjóðfélaginu vegna þess að „illur andi þessarar skáldskaparstefnu...
ræðst á sjálfskaparviðleitnina... lamar fegurðartilfinningu... kippir fótun-
um undan trúnni á lífið... gerir þjóðina víðffæga að endemum.“ segir virtur
skáldbóndi, Guðmundur ffá Sandi, í ritlingi sem stefnt var gegn Sjálfstæðu
fólki. Áhrifamikill menningarviti, Kristján Albertsson, fann í Sölku Völku
„ýkjur og ósannindi“ vegna þess að í lýsingu á yfirstéttinni í litlu sjávarplássi
hefði Halldór svikist um að vera „ekkert nema skáld“ og hleypt lausu
„prestahatri og auðvaldshatri“ sínu. Sami maður mat Atómstöðina allmörg-
um árum síðar svo, að sú skáldsaga væri „að miklu leyti ósvífinn og smekk-
laus lygaþvættingur." Einn öflugasti stjórnmálamaður landsins, Jónas frá
Hriflu, skrifaði þrettán greina bálk gegn Sjálfstæðu fólki í Tímann og sagði
um íslandsklukkuna í málgagni samvinnumanna að “þar er samansafnað
öllum þeim sora sem kommúnískur rithöfundur getur viðað úr hugar-
fýlgsnum sínum“ enda sé þetta “fullkomnasta níðrit um íslensku þjóðina
sem enn hefur komið ffá hendi þessa höfundar." 3
Við þetta dæmasafn má lengi bæta en það ætti að nægja til að minna á eitt:
allt sem sagt var „borgaralegum“ höfundum til hnjóðs eru í rauninni smá-
munir í samanburði við þær hrinur sem dundu á þeim höfundi sem skaðleg-
astur þótti rauðra penna. Þau gjörningaveður stóðu með hléum allt fram að
því að Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaun. Og ef menn réðust ekki á Hall-
dór Laxness sjálfan, þá tóku þeir meinta lærisveina hans svipuðum tökum,
eins og þegar Guðmundur Hagalín tók Ólaf Jóhann Sigurðsson í karphúsið
fyrir skáldsögu hans „Liggur vegurinn þangað“ í Lesbók Morgunblaðsins
árið 1940. Þar er Ólafi Jóhanni einmitt lýst sem góðum og efhilegum sveita-
pilti sem hefur villst af réttri leið og farið að elta vondar innlendar fyrir-
myndir (Halldór Laxness) og erlendar og þar með svikið sjálfan sig, þjóð og
land og lagst í „bölsýni, mannfyrirlitningu, hundsku og kæruleysi."4 í öllum
þessum skrifum má finna merkilegan samnefnara: hin rauða villa í bók-
menntum er rakin til þess að róttækir höfundar mikli fyrir sér allt sem nei-
kvætt er. Þar með grafi þeir undan skáldskapnum sjálfum (ef HKL væri í
skáldsögum sínum „ekkert nema skáld“ þá mundi honum vel farnast segir
Kristján Albertsson) en einkum þó því góða, sanna og fagra í samfélaginu
(honum væri nær að „túlka fegurð og göfgi mannlífsins“ segir Jónas frá
Hriflu).
Taka má eftir því, að þessi skothríð á vinstrivilluhöfunda á íslandi er
undarlega skyld menningarpólitík í hinum rauðu Sovétríkjum þessa tíma:
einnig þar var hart lagt að rithöfundum um að þeir tækju jákvæða afstöðu til
samfélagsins og mannlegra afreka en fussað og sveiað ef bölsýni og vantrú á
amstur mannsins undir sólinni létu á sér kræla í verkum þeirra.
TMM 2000:3
malogmenning.is
65