Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Page 85
Pétur Gunnarsson Hér stóð borg Eins og menn vita er minnið ekki heppilegur staður fyrir staðreyndir, sam- anber veðurblíðan í endurminningunum. Og líku gegnir um borg æskuár- anna, hún hefur tilhneigingu til að stækka í minningunni, litirnir verða ferskari eftir því sem fellur á þá, mannlífið fjölbreyttara. Maður er fyrir löngu búinn að sefja sig inn á að þetta sé eins og hver önnur minningarvilla. Þá vill svo til að fyrir augu ber brot úr kvikmynd eftir amer- ískan hermann, Kadorian, sem hefur álpast með vélina niður í miðbæ stríðs- áranna og í stað þess að afgreiða ranghugmyndirnar í eitt skipti fyrir öll fá þær byr undir vængi og nýja skó á fætur. í kjölfarið fór ég í leiðangur niður á Kvikmyndasafn Islands og skoðaði tiltækt myndaefni frá Reykjavík eftir- stríðsáranna og með mér staðfestist þessi hugsun: að Reykjavík hafi um margt verið meiri borg fyrir mannsaldri en sú sem nú er við lýði. Hvernig má þetta vera? Rifjum upp hvernig Reykjavík er komin til. Öndvert við Róm var hún reist svo að segja á einum degi. Ekki á krossgötum eða kringum konungshöll eða biskupsstól. Hún verður til upp úr þurru á einu sumri, nánar tiltekið sumar- ið 1751 þegar konungur Dana í púkki við tólf stóreignamenn íslenska ákveð- ur að hér skuli reist verksmiðjuþorp, oftast kennt við Innréttingarnar og Skúla fógeta. Þjóðin hafði þá búið í landinu í níu aldir án þess að hér myndaðist þéttbýl- iskjarni. Sennilega hefur biskupsstóllinn í Skálholti komist næst því þar sem fáein hundruð bjuggu þegar flest var. Höfuðborg landsins var aftur á móti tjaldbúð - Þingvellir - þar sem menn komu saman tvær vikur á ári þúsund- um saman, blönduðu geði og blóði, stunduðu kaupskap og annað sem heyr- ir til borgarlífi (að sýna sig og sjá aðra er íslensk setning). Tóku að því búnu niður tjöldin á nýjan leik og allt var eins og fyrr: Lögberg og fossinn og Blá- skógaheiðin - leiktjöld sem biðu uppfærslu að ári. Jón Grunnvddngur kemst merkilega að orði í Hagþeinki sínum frá árinu 1738 þegar hann víkur að áformum um að koma upp bæjum á íslandi. Segir hann að fornmenn hafi á ferðalögum sínum komið í borgir en heimkomnir TMM 2000:3 malogmenning.is 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.