Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 27
STÓRSKÁLD OG SMÁÞJÓÐ EIGAST VIÐ
Hann lagar úrið sittsem orðið erskakktá úlnliðnum einaferðina, grípursvo
fast um hökuna og talar eins ogþarna sé enginn nema hann sjálfur.
-Maðursestviðpíanóið ogætlarað spila litla melódíu sem maðurer búinn að
kunna í sjötíu ogfimm ár - síðan maður varfimm ára - ogþá er hún horfin.
Hann slœr utan í hausinn á sér.
-Hún erekkiþarna lengur. Ogmaðurveitaðhún verðurþarna aldreiframar.
Þaðfer eins og myrkur súgur afhyldjúpum einmanaleika um herbergið.
Andartak.
Svo brosirþessi öðlingur, með augunum, og segir blátt áfram og kalt eins og
dómari:
- Þetta eru smáblæðingar á heilann. Svona var hann pabbi líka!
Og það kemur löng þögn. Ég sit neðan undir feiknlegri himinhvelfingu í
myrkri. Fjarlægar hugsanir tindra hér og hvar uppi á festingunni. Svo daprast
stjörnuskinið, upp við pólinnfyrstogsíðan niður að sjóndeildarhringnum smám
saman, allt verður logarautt, síðan dumbrautt eins og gamalstorknað blóð.
Enginn kann að miðla þessari tilfinningu kattarins betur en gamli
Heinesen.
Svo kvaddi ég ogfór.
Á röltinu niður Varðagötuna hugleiddi ég þetta ljóðræna raunsæi, sem einkenn-
ir persónu skáldsins og allt, sem hann fæst við. Ekki bara ritverkin heldur líka
önnur störf hans. Með þessu ljúfa raunsæi bar hann listalíf Þórshafnar á herðum
sér í þrjá aldarfjórðunga: Tónlistarfélagið, Leikfélagið, Listasafnið og málefni rit-
höfunda. Án þess nokkur hafi, mér vitanlega, verið að þakka honum neitt fyrir
það, enda væri slíkt ekki viðeigandi svo náttúrlegt sem allt þetta var skáldinu.
Það skiptir kannski engu hvort þessar frábæru
eigindir mannsins voru eðli hans og arfur eða
hvort aðstæðurnar gerðu honum að bregðast
svona við óvenjulegum og sérstökum kring-
umstæðum.
Helst var ég, og er raunar enn, á því að gott
erfðamengi hafi þurft til að bregðast við jafn
þröngri stöðu og William æfilangt tefldi með
þeim hætti að snúa jafnan ókostum og vanda
hennar upp í kosti og tækifæri, eða jafnvel
forréttindi, sem einungis fáum einstakling-
um bjóðast.
En kænir menn og hæglátir eru líka oft
þeir heppnu í lífinu.
Og þannig var William.
Álfakóngurinn í ríki færeyskrar listasögu
mestalla tuttugustu öldina.
William Heinesen níræður.
Willam og Lisa úti á tröppum
TMM 2000:3
malogmenning.is
25