Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 90
Anna Heiða Pálsdóttir
Harry Potter töfrar heiminn
Höfundurinn, útgáfuævintýrið og „töfraformúlan“
Harry Potter er munaðarleysingi sem býr hjá frœnku sinni og eiginmanni
hennar, Dursley-hjónunum ogsyni þeirra Dudley. Þegar Harry er 11 árafœr
hann að vita að hann búi yfir galdrahœfileikum og hafi fetigið inngöngu í
Hogwartskóla til að lœra að nýtaþá. Þetta er megininntakið ífyrstu bókinni um
Harry Potter, en þcer eru nú orðnar fiórar og skipa efstu sæti metsölulista víða
um heim. Þessi grein fiallar um rithöfundinn að baki Harry Potter bókunum,
hina bresku J.K. Rowling, útgáfuævintýrið, vinsældirnar og væntanlega kvik-
mynd. Þá veltir greinarhöfundur fyrir sér hugsanlegum ástæðum fyrir því að
Harry Potter hefur náð að töfra heiminn upp úr skónum.
Höfundurinn: J. K. Rowling
Ævintýrið um Harry Potter hefur beint augum heimsins að höfundi
bókanna, hinni 35 ára gömlu Joanne Rowling. Sagan um þessa einstæðu, at-
vinnulausu móður sem öðlaðist heimsfrægð minnir að nokkru leyti (eins og
sagan af Harry Potter) á söguna af Öskubusku. Joanne skrifaði sína fyrstu
sögu þegar hún var sex ára og segir að síðan þá hafi hún aldrei hætt að skrifa.
Hún las mikið sem barn og kveðst hafa gleypt í sig bækur Ian Fleming aðeins
níu ára að aldri. Seinna uppgötvaði hún Jane Austen sem er einn af uppá-
haldsrithöfundum hennar ásamt E. Nesbit, C.S. Lewis og Roddy Doyle. Hún
útskrifaðist með háskólapróf í frönsku og klassískum bókmenntum frá Ex-
eter University. Eftir það vann hún m.a. sem ritari í Manchester og byrjaði á
tveimur skáldsögum fyrir fullorðna.
Hugmyndina að Harry Potter fékk Joanne árið 1990 þegar hún sat í lest á
leið frá Manchester til London. Persóna hans, sem nú hefur öðlast heims-
frægð, steig fullsköpuð inn í huga hennar og Rowling hóf þegar í stað að
skapa nýjan heim í kringum hann. Hún fluttist til Portúgal til að kenna ensku
og næstu árin skrifaði hún tíu mismunandi liugmyndir að upphafskafla
Harry Potter og viskusteinsins. Hún giftist portúgölskum fréttamanni og
eignaðist með honum dótturina Jessicu 1993 (stúlkan er skirð í höfuðið á rit-
höfundinum Jessicu Mitford sem Rowling dáist að). Ári seinna skildi Rowl-
88
malogmenning.is
TMM 2000:3