Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 110
Úlfar Þormóðsson Að gefnu tilefni Herra ritstjóri! Þú skrifar í eftirmála að síðasta hefti TMM að grein eftir Aðalstein Ingólfsson listfræðing sé fróðlegt innlegg í svokallað málverkafölsunarmál. í greininni er sægur af staðreyndavillum (um ártöl, innherjaviðskipti, eigendasögur, starfshætti Gallerís Borgar og sviksemi aðstandenda þess, um lögin í landinu og fleira og fleira). Höfundur setur frarn fjölmargar rangar fullyrðingar og dregur af þeim ályktanir sem óhjákvæmilega verða vitlausar; hann er að falsa listasöguna og telst greinin fróðleg af þeim sökum. Undangengin misseri hafa slíkir fróðleiksmenn farið mikinn í fjölmiðlum og látið að því liggja að þeir viti hverjir hafi falsað eða staðið fyrir fölsunum á allt að 900 málverkum. Þeir hylma yfir með þrjótunum, halda nöfnum þeirra leyndum en beita þess í stað elstu aðferðum rógsiðjunnar; nafngreina menn í litlu samhengi við afbrotið með það fyrir augum að lesandinn festi morkinn glæp á þeirra skinn. Greinar þeirra í 1. og 2. hefti þessa árgangs TMM eru af slíkum meiði. Við fyrri störf mín neyddist ég oft til að leiðrétta orð og gerðir fróðleiks- manna án minnstu tafar til þess að draga úr tjóni sem ill verk valda. Nú háttar ekki lengur þannig til hjá mér og þótt enn sé nauðsynlegt að rétta ræður þeirra mun ég ekki gera það hér og nú; hvað bíður síns tíma. En lesendum TMM og öðrum þeim sem vilja vita hvað sannara er, bendi ég á að hægt er að læra um upphaf og eðli þessara mála í bókinni Eignasaga 45 eftir undirritað- an, útg. af höf. 1993; hún er uppseld, en er til á söfnum. Einnig er hægt að fræðast vel um málið allt í ágripi af hæstaréttardómi í svokölluðu Pressumáli sem kærendur og málaliðar þeirra vitna ítrekað ranglega til. Ágripið er um 300 blaðsíður og er hægt að fá að lesa það í Hæstarétti, en kaupa ljósrit ella. Það er von mín að TMM verði helgað menningarmálum að nýju. Reykjavík, 19. júní 2000 Úlfar Þormóðsson 108 malogmenning.is TMM 2000:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.