Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Side 23
STÓRSKÁLD OG SMÁÞJÓÐ EIGAST VIÐ Laugardagurinn kom og ég gekk upp Varðagötuna og inn í hús skáldsins þaðan sem öll Þórshöfn sést út um gluggana eins og leikfangamódel af skáldsöguheimi. William stóð í dyragáttinni þegar ég kom, greip um hendurnar á mér og dró mig inn í ganginn fyrst og þaðan inn í stofu, stillti mér þar undir bjart loftljós, gekk tvo hringi í kring um mig og sagði svo: - Ja hérna, þú ert alveg eins og hann Stígur bróðir... nei annars. Þú ert alveg eins og hann afi var. Sveimér þá, það er eins og hann afi minn væri kominn í heimsókn. Viltu ekki sérríglas. Síðan þá hefur mér fundist ég vera afi Williams Heinesens. Og það er að vísu nauðsynleg tilfinning fyrir þýðanda að þykjast vera afi höfundarins, sem verið er að þýða. Og ég er heldur ekki frá því að William hafi geymt þetta með sér líka því mörgum árum seinna var ég aftur í heimsókn á Varðagötunni. Þá kom þar danskt fj ölmiðlafólk og hann kynnti mig fyrir þeim með eff irfarandi orðum: - Det er Thorgeir. Han oversætter mine böger til originalsproget. (Þessi heitir Þorgeir. Hann þýðir bækurnar mínar yfir á frummálið) Svo drakk ég heilan líter af sérríi með þessu nýja barnabarni mínu. Þá kom frú Elísa, smávaxin og finleg með rauðmálaða vanga og útsaum- aða svuntu eins og álfkona í fasi og bauð okkur til borðstofu þar sem forrétt- urinn beið. Það var fiskstappa krydduð með jurtum úr álfheimum. Og ég fór að hugsa um Kristján afa minn, sem líka var alinn upp í álfheimum en Lísa kom með rauðvín í karöfflu, lét á borðið og stillti sér upp með krosslagða handleggi hjá skáldinu sínu. Það kom bersýnilega ekki til greina, að hún borðaði með okkur. Það fannst mér eðlilegt því svona hafði Rósa amma mín þetta þegar hún þjónaði okkur afa til borðs. Samt brá mér ögn þegar skáldið sagði hálf hryssingslega eins og vandfýsinn hótelgestur: - Det skal ikke rödvin til fisken! (Það er ekki haft rauðvín með fiski) Og þessi nýja amma mín sem raunar var eiginkona barnabarns míns skokkaði af stað til að finna hvítvín meðan við sátum í þögn og biðum. Lísa fór í kjallarann og Lísa fór á háaloftið. Það var opið fram í eldhúsið og út um stóran glugga sá ég hana skokka á milli nærliggjandi húsa í leit að hvítvíni. William Heinesen áttræður og bráðhress framan við heimili sitt, Varðagötu 43. TMM 2000:3 malogmenning.is 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.