Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 113
RITDÓMAR sem rétta henni hjálparhönd og næra hana tímabundið til líkama og sálar. Hún er umvafin eldri karlmönnum sem ýmist sýna henni föðurlega umhyggju eða kynferðislega áreitni. Allir eru þeir ffemur eigingjarnir og sjálfselskir og enginn þeirra sýnir henni skilyrðislausa ást. Stúlkan er sífellt að máta ný rúm til að sofa í og það eru alltaf einhverjir góðir veiðimenn sem eru tilbúnir að bjarga henni enda þótt lesandi fái á tilfmning- una að stelpan gæti alveg eins hugsað sér að láta éta sig lifandi. Garri þóttist mikið hissa þegar hann lauk upp hurðinni og sá hver hafði verið að berja. Hann gerði sig á svipinn eins og hann væri fýrir löngu búinn að gleyma að hún væri til. Hann sagði: - Nei, er það Mjallhvít? Sjálf? í eigin per- sónu? Hvað segja dvergarnir sjö? - Ágætt. - Hleypa þeir þér stundum upp úr glerkistunni? - Ert þú að hugsa um að hleypa mér inn? - Ég hefði nú helst kosið að bíða með það þar til ég er fluttur í kastalann. Ég er ekki einu sinni búinn að kaupa mér hvítan hest... (Bls. 14.) Vísunin í Mjallhvítarævintýrið er nær- tæk í sögunni þó stúlkan eigi ekki annað sameiginlegt með kynsystur sinni MjaU- hvíti en það að hafa á endanum deilt hús- næði með 7 karlmönnum. Raunar eiga þær einnig báðar prinsessurúm í skógi því í upphafi sefur stúlkan í lokrekkju með frumskógarmynstruðu tjaldi. Síðar í sögunni ber rúmið í skóginum aftur á góma en þá á stúlkan ekki í neitt hús að venda fremur en Mjallhvít, sem var skUin ein eftir úti í skógi: ... Siturþúbarahér? sagðihann. Hún krosslagði handleggina. - Þú hlýtur al- deilis að vera syfjuð fýrst þú hefur lyst á því að leggjast niður í klístrið á borð- inu. Hún strauk yfir borðplötuna. - Það er ekki svo slæmt. - Ég hef séð hentugri svefnstaði, sagði hann. Grænar lautir til dæmis og fóðraðar kistur úr furu. — Prinsessurúm í miðj- um skóginum, sagði hún... (Bls. 125.) Sá sem þarna mælir er að vísu ekki neinn riddari á hvítum hesti en hann ber hana engu að síður heim í höll sína: ... Hann bjó við Hverfisgötu og íbúð- in hans var eiginlega engin íbúð heldur stórt herbergi ... Sængin var fiður- sæng og blómalykt af verinu og lakinu. Allt hreint og fint og hún fór ansi nærri því að vera hamingjusöm þegar hún lagðist út af og breiddi yfir sig. Vaknaði við að hann klæddi hana úr buxunum, með augun full af reyk og ennþá jafh dauðuppgefin. Hann straukhenni svo- lítið um nárann og klofið og magann, lagðist ofan á hana og þröngvaði sér inn. Það var sárt en hún beit á jaxlinn og þóttist sofa. (BIs. 126.) Úlfurinn, veiðimaðurinn og amman virðast þarna samankomin í einum og sama karlmanninum en þetta er ekki í fýrsta skipti í sögunni sem stúlkan fer heim með ókunnugum karlmanni og háttar ofan í bláókunnugt rúm. Sagan hefst einmitt á einu slíku atviki þar sem tónninn er sleginn og augljóst að stúlkan er varnarlaus gagnvart hættunum sem leynast í „skóginum“. Og þótt söguhetjan virðist komast af með þessu móti kemst hún afar skammt áleiðis. Sagan gengur í hring og endar á byrjunarreit þar sem hún virðist ætla að hefja sama hringinn. Þessi hingrás er undirstrikuð í forminu þar sem upphafs- kafli sögunnar er endurtekinn í lokin. Ef nánar er að gætt hefur þó ýmislegt gerst og stúlkan ef til vill færst örlítið nær tak- marki sínu. 111 TMM 2000:3 malogmenning.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.