Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 78
ÁRNl BERGMANN viðtökur í Þjóðviljanum. Gunnar Benediktsson sakaði þá höfund þessarar greinar, sem um þær mundir var aðalgagnrýnandi þess blaðs, um að styðja „bókmenntalega afsiðun", um að „rugla um fyrir alþýðu manna, slæva til- fmningu hennar fyrir góðum bókmenntum, rugla skilning hennar á fyrir- bærum lífsins.“ (Þjv. 9.04.1970). Og eru þá fjölmargar sögur ósagðar um svipuð efni. VII Umkvartanir um að bókmenntir séu hafðar að pólitísku bitbeini eru fyrst og síðast tengdar þeirri kröfu um afstöðubókmenntir sem öðru hvoru hefur verið nefnd. Menn segja einatt að frekja og yfirgangur vinstrimanna hafi einkum tengst þessari kröfu: þeir vilji með henni segja öðrum fyrir um hvað og hvernig skrifa skuli. Þá er oftast vitnað til Kristins E. Andréssonar sem á upphafsárum Rauðra penna var svo öruggur í trausti sínu á nýfundinn marxisma að hann taldi að kommúnistar einir gætu náð tökum á samtíðinni í skáldskap.39 Þetta stef fór hann með öðru hvoru á sínum ferli. í ritdómi ffá 1950 telur hann að í afstöðu manna til sósíalisma komi það fram hvort þeir hafi hugrekki „til að fýlgja því sem menn vita að er rétt.“40 í grein um „fs- lenska ljóðagerð árið 1966“ finnst honum að þeir sem ekki átti sig á þróun heimsins til sósíalisma “verða blindir á allt annað, líka það hvernig ljóð skuli yrkja.“41 Kannski ekki nema von að höfundar sem voru á öðru máli fyrtust við: látið var að því liggja að þeir væru úreltir, skilningssljóir eða hugdeigir. En Kristinn sjálfur fylgdi ekki nærri alltaf effir slíkum viðhorfum - eins og áður var rakið þegar sagt var frá dálæti hans á Gunnari Gunnarssyni og mætti bæta við tilvísunum í aðdáun hans á Einari Benediktssyni og drjúga virðingu fýrir hinum íhaldssama skáldbónda og andstæðingi Sjálfstæðs fólks, Guðmundi frá Sandi. Kristinn er oftar en ekki meira en sáttur við skáldskap sem er fjarri vinstriboðskap en fullnægir trú hans á íslenska menningarviðleitni, eflir íslendinga til að bera höfuðið hátt sem þjóð, því vissulega var hann í senn alþjóðlega hugsandi kommúnisti og rómantískur þjóðernissinni.42 Og viðhorf Kristins verða ekki kennd við „ofsóknir," þau eru hans persónulega útfærsla á gömlum og nýjum draumi um áhrifamátt bókmennta. Hans viðhorf voru heldur ekki einráð meðal vinstrisinna, þeim var andmælt, m.a. af nýrri kynslóð skálda eins og Birtingsmönnum og eftir- maður Kristins við ritstjórn Tímarits Máls og menningar, Sigfús Daðason, tók spurningar sem lutu að afstöðubókmenntum öðrum tökum en hann. Krafa eða von um afstöðubókmenntir er sífellt að koma upp. Þeir tímar komu þegar skáld töldu sjálfsagt að yrkja frelsiskvæði eða „taka vandamál til meðferðar“ (Brandes) - á öðrum tímum er lögð höfuðáhersla á óháðan 76 malogmenning.is TMM 2000:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.