Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Side 41
MAÐURINN í TÖFRAHRINGNUM Það eru ýmsar ástæður íyrir því að ég fjalla svo rækilega um móðurforeldra William Heinesens. í fyrsta lagi er þetta falleg saga um manneskjur sem gáfu sig ástríðum sínum á vald. f öðru lagi er þetta hugmyndalegur bakgrunnur fyrir þroska hins mikla rithöfundar. William var fyrsta barnabarnið í stórfjölskyldunni og sú staðreynd varð til þess að hann var dýrkaður og umvafinn kærleika á heimili ömmu og afa. Á þessu heimili kynntist hann náið fólki úr öllum stéttum samfélagsins. Kaup- mannshúsið stóð opið svo að segja allan sólarhringinn, það stóð við aðalgöt- una í Þórshöfh og þar kom í sífellu fólk hvaðanæva að, háir sem lágir. Karólína, móðir Williams, hefur skrifað um nokkra þá sem voru heima- gangar á heimilinu: „M. var vingjarnlegur og hógvær maður. Þegar maður kom inn í eldhúsið sat hann ætíð undir loftstiganum og borðaði; og á bekkn- um við ofninn sat gjarnan eldri maður sem var kallaður L.L. Hann borðaði hér kvöldmat á hverju kvöldi og fékk stóra krús af tei sem hann tók með sér heim; hann bjó í litlu húsi skammt frá... Á hverju föstudagskvöldi kom D.D. piparsveinn; hann borðaði hér á hverjum föstudegi og hafði góða matarlyst. Við börnin töldum ofan í hann brauðsneiðarnar, hann gat vel torgað 9-10 sneiðum; og það var honum guðvelkomið.“ William Heinesen hafði margar lifandi fyrirmyndir við hendina; fjöl- skyldufyrirtækinu tilheyrðu 17 pakkhús, skonnertur, beykiverkstæði, segla- gerð, kaðlagerðarmenn, ferjumenn, fiskistúlkur, o.s.frv. Þórshöfn var þar að auki staðurinn sem tók við hinum sturluðu og veiku, heimilislausu og út- skúfuðu, það er að segja þeim sem í dag væru kallaðir undirmálsfólk samfé- lagsins, og jafnffamt hýsti bærinn hina dönsku embættismannastétt sem var eins konar ríki í ríkinu. Sú staðreynd að hin hálfdanska fjölskylda Williams varðveitti dönskuna var ekki nema eðlileg. Þar að auki var það hentugt. Danskan var það tungu- mál sem talað var á bónuðum gólfum og við æðstu menntastofnun Færeyja, gagnfræðaskólann; það var einfaldlega Tungumálið, einhvers konar tíska sem hægt er að líkja við ensku á okkar dögum. Sem sagt: Ef þú vilt komast áfram í lífinu, skaltu tala dönsku! Til að skilja hvernig á þessu stóð verðum við að skyggnast sem snöggvast aft- ur í færeyska sögu. Samkvæmt skjölum frá 16. öld, sem sagt fyrir siðbreytinguna, var töluð í Færeyjum forn færeysk tunga sem líktist íslensku. Heildstætt tungumál sem talað var bæði af almenningi og yfirvöldum. Nú var það eitt af grundvallarmarkmiðum Martin Lúthers að í kirkjunum væri ekki lengur notast við latínu heldur móðurmál hverrar þjóðar. í Dan- mörku var það sem sagt danskan sem notast var við í kirkjunum, bæði við TMM 2000:3 malogmenning.is 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.