Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 41
MAÐURINN í TÖFRAHRINGNUM
Það eru ýmsar ástæður íyrir því að ég fjalla svo rækilega um móðurforeldra
William Heinesens. í fyrsta lagi er þetta falleg saga um manneskjur sem gáfu
sig ástríðum sínum á vald. f öðru lagi er þetta hugmyndalegur bakgrunnur
fyrir þroska hins mikla rithöfundar.
William var fyrsta barnabarnið í stórfjölskyldunni og sú staðreynd varð til
þess að hann var dýrkaður og umvafinn kærleika á heimili ömmu og afa. Á
þessu heimili kynntist hann náið fólki úr öllum stéttum samfélagsins. Kaup-
mannshúsið stóð opið svo að segja allan sólarhringinn, það stóð við aðalgöt-
una í Þórshöfh og þar kom í sífellu fólk hvaðanæva að, háir sem lágir.
Karólína, móðir Williams, hefur skrifað um nokkra þá sem voru heima-
gangar á heimilinu: „M. var vingjarnlegur og hógvær maður. Þegar maður
kom inn í eldhúsið sat hann ætíð undir loftstiganum og borðaði; og á bekkn-
um við ofninn sat gjarnan eldri maður sem var kallaður L.L. Hann borðaði
hér kvöldmat á hverju kvöldi og fékk stóra krús af tei sem hann tók með sér
heim; hann bjó í litlu húsi skammt frá... Á hverju föstudagskvöldi kom D.D.
piparsveinn; hann borðaði hér á hverjum föstudegi og hafði góða matarlyst.
Við börnin töldum ofan í hann brauðsneiðarnar, hann gat vel torgað 9-10
sneiðum; og það var honum guðvelkomið.“
William Heinesen hafði margar lifandi fyrirmyndir við hendina; fjöl-
skyldufyrirtækinu tilheyrðu 17 pakkhús, skonnertur, beykiverkstæði, segla-
gerð, kaðlagerðarmenn, ferjumenn, fiskistúlkur, o.s.frv. Þórshöfn var þar að
auki staðurinn sem tók við hinum sturluðu og veiku, heimilislausu og út-
skúfuðu, það er að segja þeim sem í dag væru kallaðir undirmálsfólk samfé-
lagsins, og jafnffamt hýsti bærinn hina dönsku embættismannastétt sem var
eins konar ríki í ríkinu.
Sú staðreynd að hin hálfdanska fjölskylda Williams varðveitti dönskuna
var ekki nema eðlileg. Þar að auki var það hentugt. Danskan var það tungu-
mál sem talað var á bónuðum gólfum og við æðstu menntastofnun Færeyja,
gagnfræðaskólann; það var einfaldlega Tungumálið, einhvers konar tíska
sem hægt er að líkja við ensku á okkar dögum. Sem sagt: Ef þú vilt komast
áfram í lífinu, skaltu tala dönsku!
Til að skilja hvernig á þessu stóð verðum við að skyggnast sem snöggvast aft-
ur í færeyska sögu.
Samkvæmt skjölum frá 16. öld, sem sagt fyrir siðbreytinguna, var töluð í
Færeyjum forn færeysk tunga sem líktist íslensku. Heildstætt tungumál sem
talað var bæði af almenningi og yfirvöldum.
Nú var það eitt af grundvallarmarkmiðum Martin Lúthers að í kirkjunum
væri ekki lengur notast við latínu heldur móðurmál hverrar þjóðar. í Dan-
mörku var það sem sagt danskan sem notast var við í kirkjunum, bæði við
TMM 2000:3
malogmenning.is
39