Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 125
RITDÚMAR
tilheyrir náttúrunni annars vegar og hins
vegar þeim sanna veruleika sem býr að
baki tungumálinu en það fær aldrei
höndlað. Því er reyndar haldið fram af
gestinum sem kannski er guð að
maðurinn feli sannleikann með því að
hlaða yfir hann „fjöllum af orðum”
(299), hinn tæri einfaldleiki „birtunnar”
er þannig kæfður í tungumálinu sem býr
til heim blekkinga og lyga sem færa
manninn ffá uppruna sínum. Það
verður ekki annað séð en að sögumaður
taki undir þennan skilning, en sjálfur
getur hann ekki annað en notast við
tungumálið þegar hann reynir að ná
tökum á sinni „birtu”, minningimum
„sem óma yfir tungumálinu”. Hann spyr
sig á einum stað, þar sem hann situr í
borginni og horfir á lögreglubíl æða út úr
henni, hvort nú eigi kannski „að handtaka
náttúruna, færa til yfirheyrslu, dæma í
fangelsi” (37) en það má allt eins snúa
þessari mynd upp á tilraun hans sjálfs til að
ná höndum (eða tungu) yfir minningar
sínar og náttúru fólksins og sveitarinnar
bakvið Brekkuna. Hann er að sínu leyti að
reyna að stöðva tímann og færa minningar
sínar í „fangelsi” tungumálsins með því að
hneppa þær í orð.
Sögumaður segist vera kominn „affur
til lífsins” (11) þegar hann kemur í sveitina
á vorin en textinn markast af ákaflega
sterkri tvíhyggju í viðhorfi til sveitar og
borgar. Sveitin og náttúran eru upphafin á
kostnað borgarinnar og má jafhvel tala um
vissa sveita- eða náttúrurómantík sem er í
hrópandi mótsögn við rikjandi borgar-
skáldskap ungra rithöfunda í dag þar sem
náttúran og sveitin eru víðs fjarri og oft svo
ffamandi að borgarbömin upplifa hana
sem skelfilega ógn, álpist þau út fyrir
skipulag borgarinnar. Hér er það hins
vegar borgin sem er ógnvekjandi og
beinlínis mannskemmandi en það er
fyrrum stórborgarbarnið ffá New York,
hinn þeldökki Sam bóndi í Tungu, sem
lýsir muninum á þessum tveimur að-
skildu heimum:
Þeir sem lifa í ljósum borga óttast ekki
drauga í myrkrinu heldur lifandi menn
með kylfur og hnífa. Þetta fólk sem þú
vilt fá hingað og kallar túrista, kemur
ffá heimi þar sem búið er að uppræta
alla óvissu og ffá blautu barnsbeini
hefur það vanist því að bakvið allt sé
skýring; að alltaf sé sérffæðingur sem
þekki svörin. En fátt er jafn hroll-
vekjandi og heimur þar sem engin
óvissa býr, þar sem ímyndunaraflið er
njörvað niður af stærðffæðiformúlum.
Farðu með svona fólk inn í myrkur
náttúrunnar, leyfðu því að sökkva í það
myrkur og gleyma um stund
miskunnarleysi útskýringa; þá ertu
með hóp af fólki sem vill trúa. (97)
Þetta er svo kannski bara önnur leið til að
segja það sama, nema hvað hér er það
álitið hollt að ná ekki áttum og geta ekki
höndlað tilveruna (og það er í sjálfu sér
athyglisvert að það er hinn flókni og firrti
tækniheimur sem er haldreipið) og
náttúran verður því eins konar
griðastaður með öfugum formerkjum.
Það er svo þessi sami útlendingur,
Sam, sem skilgreinir hvað það sé að vera
íslendingur og það hefúr ekkert með
uppruna að gera, enda er hann sam-
kvæmt þessum skilningi einn „sannasti”
íslendingur sveitarinnar:
Maður þarf að hafa drukkið vatn
sem hefúr runnið um ósnortið land,
þarf að hafa tuggið strá sprottið af
jarðvegi sem hefur aldrei komist í
snertingu við áburð, maður þarf að
hafa lesið Njálu, Hallgrím Péturs-
son, Pál Ólafsson, íslenskan aðal,
Aðventu, vilja syngja Yfir kaldan
eyðisand á sínum glöðustu stund-
um
TMM 2000:3
malogmenning.is
123