Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 87
HÉR STÓÐ BORG holskeflunni sem var í vændum þegar heimsstyrjöldin opnaði allar gáttir og stökkhleypti borginni yfír nærliggjandi kartöflugarða, tún og engjar. Líkt og Innréttingaþorpið áður verður stórborgin til svo að segja á einni nóttu. Göturnar eru fullar af fólki, strætisvagnar eru stoppaðir af farþegum. Lækj- artorg er miðja strætisvagnanna og umferðarmiðstöðin - ígildi járnbraut- arstöðva evrópskra miðborga - er í miðjum bæ (þar sem nú eru kyrrstæðar birgðaskemmur Eimskipa). Höfnin er á sínum stað og það eru líflegir far- þegaflutningar með skipum og tilheyrandi að- og frárennsli við komu- og brottfarir. Annar kjarni er Austurvöllur, þar er þá sem nú glæsilegasta hótel borgar- innar og Alþingishúsið sem jafhff amt þjónaði sem Háskóli f slands ff am yfir 1940. Og útvarpið er staðsett við Austurvöll á efri hæðum Landssímahúss- ins. Dagblöðin fjögur að tölu eru öll í miðbænum með tilheyrandi mann- vitsbrekkum. Kafflhús og bókabúðir troða hvert öðru um tær. Tvö leikhús, Landsbókasafn... Þetta er nánast eins og tilviljun. Þessi borg varð eins og óvart. Og alveg jafn óvart var hún tekin niður. Sú borg sem við þekkjum í dag er þrátt fyrir þrefalt fleiri íbúa ekki sú fólksiða sem fyrri borgin var. Reykjavík sætir sömu örlög- um og Gyðingar í fornöld, hún er send í Dreifmguna miklu. Háskólinn flytur út á Mela, útvarpið endar inn í Efstaleiti, blöðin flytjast í holt og múla og mýrar og dagar þar uppi eða einangrast. Landsbókasafninu er fundinn stað- ur úti á Melum. Og það sem sennilega er afdrifaríkast: íbúarnir bílvæðast í áður fáheyrðum mæli á Vesturlöndum. Gangandi vegfarendur hverfa inn í bíla, risavaxnir strætisvagnar aka með tvo farþega og þaðan af færri, bílar breiða sig yfir gangstéttar og fylla upp í hverja músarholu í miðbænum. Borgin hættir að taka mið af fótmáli og hleypur á eftir umferðinni. Verslanir leggjast af í íbúðahverfum og þjappast í fáeina kjarna. Við það einhæfast út- hverfin, á þau sígur svefnhöfgi. Borgarlíf á íslandi er að þessu leyti eins og fljót sem á sér of grunnan farveg og flæmist fyrir bragðið tilviljanakennt yfir nágrenni sitt og breytir því í endalausa mela og eyrar og aura. Með þjóðum meginlandsins grefst þessi farvegur í gljúfrum hins miðstýrða valds: konungshallir og torg og glæsihall- ir sem vald og auður hlaða upp. Reykjavík aftur á móti dregur frekar dám af amerískum smábæjum þar sem borgarskipulag er veikt og lætur auðveldlega undan þrýstingi skammtímahagsmuna. „Fjöllin eru þeim í stað borga“ mun vera einhver fýrsta umsögn um íslend- TMM 2000:3 malogmenning.is 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.