Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 42
ODDVÖRJOHANSEN
biblíulestur, predikun og sálmasöng. í Færeyjum gerðist nokkuð sem ég
hallast helst að að kalla harmleik. í stað þess að nota hið gamla færeyska
tungumál í kirkju og stjórnsýslu var ákveðið að nota dönsku; í stjórnsýsl-
unni, í réttinum, í verslunum og skólum. Þingbækurnar voru jafhframt
samdar á dönsku.
í fjórar aldir var danskan þannig eina löglega tungumálið og þetta hafði
afdrifaríkar afleiðingar fýrir þróun færeyska ritmálsins. Afleiðingar sem að
mínu mati eiga þátt í því að fýrstu rituðu fagurbókmenntirnar á færeysku
litu ekki dagsins ljós fyrr en í byrjun tuttugustu aldar. Það var einfaldlega
ekki til neitt ritmál. Og jafnvel vel menntað fólk eins og til dæmis hinn þekkti
vísindamaður og náttúruffæðingur Jens Christian Svabo taldi ekki ástæðu
til að rækta færeyskt ritmál. Árið 1782 skrifar hann: „Mér virðist það langt-
um skynsamlegra að við reynum að innleiða tærari dönsku hér en fyrri tíma
mönnum hefur tekist og sem síðari tíma menn munu viðhalda.“
Ef maður skoðar málið í öðru samhengi þá höfðu Færeyingar misst trúna
á að hið fœreyska (í þessu tilviki tungumálið) væri nothæft til annars en
kvæðaflutnings og orðaskipta um hið hversdagslega dægurþras.
En það hafa alltaf verið til eldhugar sem eru á undan sínum tíma. Eldhug-
ar sem eru ffamsýnni en aðrir. Slíkir menn hljóta oft vanþökk að launum,
eða eitthvað þaðan af verra.
Einn slíkur eldhugi var presturinn V. U. Hammershaimb. Hann byggði
upp færeyskt ritmál í lok 19. aldar og það framtak hlaut ekki aðeins meðvind.
Langt fram eft ir 20. öldinni voru til dæmis öll færeysk blöð skrifuð á dönsku
og færeyska var fyrst leyfð við kennslu í barnaskólanum árið 1939. Það er
mín skoðun að þetta hafi verið mjög lamandi fyrir nútímabókmenntir á fær-
eysku og höfunda þeirra.
Eins og menn vita fæddist William Heinesen árið 1900. Hefði hann verið
borinn í heiminn tuttugu árum síðar hefði hann vafalaust skrifað á færeysku.
Móðir Williams líktist á margan hátt móður sinni ffá Kaupmannahöfn. Þær
voru báðar liprir píanistar og tóku báðar þátt í tónleikum og spiluðu undir á
leiksýningum hjá áhugaleikurum.
En off er það svo að andstæðurnar heilla. Karólína Heinesen mætti ör-
lögum sínum í heillandi skipsstjóra sem hafði báða fætur á jörðunni. Hann
var sonur stoltra bænda frá Vogey og hafði örugglega verslunarvit, sem
smám saman þróaðist í blómstrandi íýrirtæki verslana, skipa og saltfisk-
útflutnings.
Einn af frændum Williams, jafhaldri hans Thorleif Restorff, skrifar í
minningum sínum um æskuheimili Heinesens: „Heimili Heinesens var í
sérflokki. Þetta var gamalt hús sem Heinesen hafði byggt við. Fyrir mig var
40
malogmenning.is
TMM 2000:3