Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 37
STORMNÓTT, FÆÐING OG DAUÐl
Stutt niðurlag um náttúruöjl aj margs konar tagi
Saman spannar efni þessara tveggja smásagna sjálfa hringrás lífsins allt frá
upphafi þess til enda. Fæðing, ást og dauði (sem um leið er nokkurs konar
endurfæðing) eru í aðalhlutverki og haldast á órjúfanlegan hátt í hendur við
þau náttúruöfl sem eru ráðandi í bakgrunni frásagnarinnar. Á myndmáls-
sviði sagnanna tveggja er fæðingunni jafnt sem dauðanum einmitt líkt við
náttúruöflin og náttúruöflunum er líkt við fæðandi og deyðandi verur.
Fæðing, ást og dauði hafa löngum verið þau þrjú náttúruöfl sem drífa frá-
sagnir Williams Heinesens áfram. Ef til vill hefur hann hvergi hyllt fæðing-
una betur en í nútíma goðsögu sinni, skáldsögunni Móðir sjöstjarna, í
flestöllum sögum hans er ástin að verki í sínum margbreytilegu myndum,
unaði og djöfulskap, og kannski er dauðinn hvergi eins nálægur og í síðasta
verki hans Töfralampanum. En það er þetta þrennt sem ætíð drífur frásagnir
Heinesens áfram, líkt og sjálfa hringrás lífsins.
Ajtanmálsgreinar
1 Stormnótt er úr smásagnasaíninu Det Fortryllede lys (1957) sem kom út í íslenskri þýðingu
Hannesar Sigfussonar: 1 töfrabirtu, Heimskringla 1959. Vísað verður til íslensku
útgáfunnar með blaðsíðutölum í sviga á eftir tilvitnunum.
2 Jómfrúarfæðingerúrsmásagnasafhinu Gamaliels Besœttelse (1960) sem kom út í íslenskri
þýðingu Þorgeirs Þorgeirsonar: Fjandinn hleypur í Gamalíd, Mál og menning 1978. Vísað
verður til íslensku útgáfunnar með blaðsíðutölum í sviga á eftir tilvitnunum.
3 Lesendur Glataðra snillinga, MóðurSjöstjörnuog fleiri sagna Heinesens kannast líklega við
þessar persónur þaðan.
4 Taka má fram til gamans að myndmálssvið þessarar sögu vísar að mestu leyti til fæðingar
ffelsarans, eins og nafn móðurinnar og tímasetningin bendir á. Um borð eru meira að
segja staddir þrír íslenskir “vitringar”: Baltazar Njálsson úrsmiður, læknir að nafni Björn
og Einar Benediktsson skáld!
TMM 2000:3
malogmenning.is
35