Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 120
RITDÓMAR að koma þangað inn. Mér fannst gullið mitt liggja djúpt, ég þurfti oft að einbeita mér stíft til þess að komast að því sjálf. Smátt og smátt tókst mér það, en það dýpkaði ekki skilning minn á öðru fólki og færði mig lítið nær þvi. (10) Beinast liggur við að túlka þetta sem tilvís- un til auðugs hugarheims sem söguhetjan getur flúið til þegar raunveruleikinn nægir henni ekki og/eða bregst henni á einhvern hátt. Gullið er þá tákn fyrir ímyndunar- aflið og effir þvi sem sögunni vindur ffam og sjúkleiki Kötlu kemur betur í ljós hlýtur lesandinn að tengja gullið við hinar sjúk- legu ímyndanir hennar einnig, þ.e.a.s. geð- veiki hennar. Gullið verður við það mjög tvírætt tákn sem hefur bæði jákvæðar og neikvæðar skírskotanir. Ef gullið er n.k. innra athvarf Kötlu þá er það ef til vill um leið það sem kemur í staðinn fyrir tungumáhð eða orðin, því Katla hættir að tala þegar hún veikist, hún vantreystir orðunum eins og kemur fram strax í fyrsta kafla sögunnar: Orð eru bara stafir og svo flöt í ofaná- lag að það er ekki hægt að opna þau eða finna eitt orð sem setur alla mein- inguna í lófann á þér. Stundum ekki til eitt einasta orð sem dugir. (6) Táknmynd (orð) og táknmið (meining- in) falla ekki saman í huga Kötlu en það er kannski einmitt sú veruleikablekking (þ.e. sú trú að þetta tvennt geti fallið saman) sem heldur samfélaginu gang- andi, er grundvöllur þess samfélagssátt- mála sem við höfum öll gengist undir. Þegar skilin þarna á milli fara að riðlast (eins og í tilviki Ködu) fer öll merking á flot og verður óhöndlanleg og það er ástand sem ekki allir geta höndlað. Katía tekur meðvitaða ákvörðun um að hætta að tala: „Tilgangur þess að orða sjálfa mig fjaraði út, nema hann hafi aldrei ver- ið almennilega til staðar“ (7). Þetta mál- leysi Kötlu stafar því ekki af einhverju sérstöku sálrænu áfalli, heldur er það hennar eigið val að tala ekki. Hún vill treysta á gullið í höfðinu fremur en tilbú- ið táknkerfi. En að endingu snýst þetta val Kötlu gegn henni sjálfri því í sögulok þegar hún gjarnan vill tala þá getur hún það ekki lengur: „... en það gerist ekkert í hálsinum á mér, það kemur ekkert út um munninn á mér, en ég heyri allt í höfð- inu“ (159). Þrátt fyrir ítrekaðir tilraunir Kötlu til máls í bókarlok er það þögnin ein sem ríkir að lokum. Didda hefur sýnt að hún hefur gáfu til ritstarfa og sýn hennar er off á tíðum bæði frumleg og áhrifamikil. En mér virðist sem hún þurfi í næstu verkum sínum að sýna meira sjálfstæði og treysta á gullið í höfðinu en ekki á “sensational- isma” sem er þegar allt kemur til alls að- eins skammlíf loftbóla; ekki er allt gull sem glóir. Soffía Auður Birgisdóttir Myrkir innviðir Stefán Máni.: Myrkravél. Mál og menning 1999. 124 bls. Um sumar bækur fer hljótt, og stundum að ósekju. Ein þeirra er Myrkravél Stef- áns Mána. Hugsanlega má kenna um hráslagalegu útliti og drungalegri nafh- gift. Og væntanlega hvernig auglýsingar sniðgengu hana á haustdögum. Á forsíðunni er nærmynd af flugu, flenni- stór portrettmynd af pöddu sem ég ímynda mér að eigi að endurspegla pöddulegt innræti sögumanns og jafh- framt einu sögupersónunnar. Jóni Sæ- mundi Auðarsyni hefur tekist með ágætum að spinna frásögninni sannfær- andi kápu. Frásegjandi er nefnilega maður með fráhrindandi ffamkomu, 118 malogmenning.is TMM 2000:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.