Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 98
ANNA HEIÐA PÁLSDÓTTIR En stundum hæfir ágætlega að finna íslenska hliðstæðu fyrir uppspunnið hugtak Rowling og Helgu ferst það vel úr hendi. Þar er til dæmis að nefna hugtakið „Muggles“ sem Rowling gefur þeim sem ekki tilheyra galdraheim- inum. Þetta hugtak olli ófyrirsjáanlegum vandræðum þegar bókin kom út í Bandaríkjunum. Þar var barnabókahöfúndur, Nancy Stouffer að nafni, sem hafði fyrir fjölmörgum árum síðan notað orðið „Muggles“ yfir persónur í bókaflokki, sem ekki var lengur fáanlegur. Stouffer hélt því fram að útgáfu- fyrirtæki nokkurt hafi ætlað að endurútgefa bækurnar hennar, en þá hafi komið í ljós að „Muggles“ nafnið væri notað í Harry Potter - og útgáfufyrir- tækið hafi af þeim sökum hætt við. Hún krafðist skaðabóta af hendi Rowling fyrir að „stela" nafninu. Það kom síðan í ljós að orðið hefði verið notað margoff í gegnum aldirnar, allt síðan á víkingaöld, og að það væri dregið af forníslenska orðinu mugga, sem þýðir dimmviðri, þoka, drungi eða deyfð. Helga gaf þá þessum galdralausu íslenska nafnið „Muggar“ sem á vel við og við eigum auðvelt með að skilja; það merkir fólk sem er sljótt - eða eins og krakkarnir segja; „þokuhausar“. Ýmislegt fleira fróðlegt er að finna í bókunum ef að er gáð og ekki er hægt að víkja frá þessu umfjöllunarefni án þess að nefna mottó Hogwartskóla, sem kemur stundum fyrir í bókunum, en það er á latínu: „Draco dormiens nunquam titillandus“. Á íslensku myndi það útleggjast: Aldrei kitla sofandi dreka. Það er ágætis ráð. Ástœða númer þrjú: Rowling skilur stráka (og stelpur) Harry Potter bækurnar geta að vissu leyti flokkast undir skólasögur, sem er hefðbundið enskt frásagnarform. Flestar skólasögur gerast innan veggja heimavistarskóla, sem er eins konar smækkuð mynd af umheiminum, þar sem foreldrar eru hvergi nærri og það reynir því meira á samskipti barnanna og yfirvaldsins (kennara, umsjónarmanna og skólastjóra) án afskipta for- eldra. Börnin hafa völd og ábyrgð og þau skipta máli. Skólasögur eru vinsæl- ar hjá krökkum á aldrinum 10 ára og upp úr, því á þessum aldri hafa þau mestan áhuga á jafnöldrum sínum og samskiptum við þau, og vilja vera sjálf- stæð á allan hátt. í skólasögum er aðalpersónan oft drengur (og í stöku tilfell- um stúlka) sem á við ýmis vandamál að stríða í skólanum, og sagan snýst gjarnan um baráttuna milli þeirra sem ráðríkir eru og hinna sem minna mega sín; hún snýst um klíkur, einelti, heirrtalærdóm og ýmis önnur skóla- vandamál. Rowling hefur skapað sérstakt andrúmsloft í Hogwartskóla, sem að sumu leyti er ekki ólíkur öðrum breskum heimavistarskólum, þar sem börnum er skipt niður í ákveðin hús og verða að hlíta ströngum reglum sem eldri nem- 96 malogmenning.is TMM 2000:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.