Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 45
M AÐURINN 1 TÖFRAHRIN GNUM
• Það er ekki „pólitískt rétt“ að lesa Heinesen.
• Hann gerir grín að trúmálum og þjóðerniskennd fólksins.
• Hann lýsir Færeyingum á fráhrindandi hátt.
• Hann notar lifandi fyrirmyndir í verk sín.
• Og síðast en ekki síst: hann skrifar ekki á færeysku heldur á dönsku.
Borgarastéttin tekur ekki með silkihönskum á þessum vinstrisinnaða lið-
hlaupa og í einu dagblaðanna getur maður lesið: „William Heinesen hefur
aldrei unnið ærlegt handverk“.
En maðurinn í töfrahringnum er þó ekki skotinn. Það er látið nægja að ata
hann auri og gera lítið úr lífsstarfi hans.
Erlendis er þó allt annað uppi á teningnum. Þar er tekið hjartanlega við
miklum rithöfundi; og honum hlotnast hver heiðurinn á fætur öðrum. Árið
1961 er hann tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en hann
afþakkar verðlaunin einmitt vegna þess að hann skrifar ekki á færeysku. Árið
1968 er honum boðið til Sovétríkjanna í tilefni af hundrað ára afmæli Max-
im Gorkis. Þetta verður löng ferð sem getur af sér mörg góð ljóð.
Vinur hans og ráðgjafi, Otto Gelsted, sem William Heinesen hefur sagt
um: „Hann er minn háskóli“, er ekki mjög hrifinn, næstum önugur þegar
William snýr sér frá ljóðagerð til skáldsagnagerðar.
Ég veit að William átti sínar dökku stundir. Samt sem áður heldur hann
áfram að segja frá. Frá sjálfum sér og frá þér og mér og okkar innri djöflum og
trúarlega sálarstríði. -1 verkum hans þekkja lesendur af góðu og illu mann-
eskjuna í okkur öllum og þótt rithöfundurinn sé ekki umvafinn aðdáendum
þá er hann studdur af mörgum færeyskum skáldum og menntamönnum.
„Mér finnst ég vera trúaður,“ segir hann þegar hann er 85 ára, „ég hallast
að sósíalismanum, en ég hef aldrei verið kreddufullur sósíalisti. Til þess eru
mér of ljósar skuggahliðar sósíalismans.“
Sem aldurhniginn maður (um 75 ára aldurinn) byrjar hann að gera
klippimyndir, þetta er nýtt listform sem nýtur mikillar hylli og verður nokk-
urs konar tákn Williams hjá ungu kynslóðinni.
Bækur hans eru nú þýddar á færeysku og hægt og hægt nálgast hinn fær-
eyski lesendahópur.
Það er aðeins á síðustu fimmtán árum hans langa lífsferils sem Færeyjarn-
ar veita honum viðtöku. Þessi fósturjörð sem hann hefur aldrei svo mikið
sem látið sig dreyma um að yfirgefa. Þessi fósturjörð sem hann lofsyngur í
bókum sínum og þaðan sem allur hans farangur er sprottinn.
Það eru til manneskjur sem hafa meðfæddan eiginleika til þess að bera um-
hyggju fyrir öðrum. Þær búa yfir sérstökum hæfileika til samlíðunar og eru
TMM 2000:3
malogmenning.is
43